Breytingarnar voru ótrúlegar!

Annie Mist og Katrín Tanja ætla að hjálpa konum á …
Annie Mist og Katrín Tanja ætla að hjálpa konum á breytingarskeiði að komast í betra form og upplifa bætta heilsu. Ljósmynd/Arnar Dór

Kon­ur á breyt­inga­skeiði upp­lifa marg­ar að vöðvar rýrna og fita fer að safn­ast fyr­ir víða á lík­am­an­um. Þá virðist ekki skipta máli þótt þær svitni á hlaupa­bretti oft í viku eða passi mataræðið og finnst mörg­um kon­um afar svekkj­andi að sjá ekki ár­ang­ur erfiðis­ins.

Cross fit-meist­ar­arn­ir Katrín Tanja Davíðsdótt­ir og Annie Mist Þóris­dótt­ir segja kon­ur á breyt­inga­skeiði þurfa sér­hannaðar æf­ing­ar og ekki dugi að ham­ast eins og óð mann­eskja í rækt­inni.

Þær stöll­ur hafa nú tekið hönd­um sam­an og hannað sér­hæft æf­inga­kerfi fyr­ir kon­ur á besta aldri, en það var í gegn­um mæður sín­ar sem þær upp­götvuðu að kon­ur á breyt­inga­skeiði þurfa allt öðru­vísi æf­ing­ar en þær sem yngri eru. Allt um verk­efnið má finna á sam­fé­lags­miðlum und­ir heit­inu empower­bydott­ir og á net­inu und­ir sama nafni.

Svekkt yfir niður­stöðunum

Hið ný­stofnaða fyr­ir­tæki Empower á sér lengri aðdrag­anda, en hug­mynd­in kviknaði þegar Annie hóf að koma for­eldr­um sín­um í gott form.

„Ég lét mömmu og pabba hafa æf­inga­pró­gramm sam­an og mamma var rosa­lega dug­leg. Ég planaði mataræðið þeirra og all­ar æf­ing­ar og þau fóru eft­ir þessu í fjóra mánuði. Pabbi fékk „six pack“ og lík­am­inn breytt­ist mikið en mamma komst bara í aðeins betra form, þrátt fyr­ir að vera miklu strang­ari við sig en pabbi. Breyt­ing­arn­ar hjá henni voru allt aðrar og ég skildi ekk­ert hvað var í gangi. Ég lét hana gera mikið af fitu­brennsluæf­ing­um þannig að hún myndi brenna kal­orí­um og hún æfði mjög mikið af svipuðum æf­ing­um og ég er að gera. Ég var mjög pirruð yfir þessu og þótt mömmu liði kannski bet­ur var hún svekkt yfir niður­stöðunum. Þá sökkti ég mér ofan í það af hverju þetta virkaði ekki,“ seg­ir Annie og seg­ist þá hafa fundið hinn ástr­alska doktor Stacy Sims sem sér­hæf­ir sig í öllu sem viðkem­ur kven­lík­am­an­um.

Vild­um hafa sér­fræðing

„Kon­ur þurfa að taka spretti og pás­ur á milli og það er lyk­il­atriði fyr­ir þær að lyfta þungu, helst þris­var í viku. Þegar estrógenið er ekki leng­ur í lík­am­an­um verður niður­brot á vöðvum og því þurfa þær að lyfta til að viðhalda vöðvum. Á breyt­inga­skeiðinu fara kon­ur að safna fitu á kvið og í kring­um líf­fær­in og fit­an helst svo á þeim. Ef þær fasta eða fara í megr­un í of lang­an tíma verður bara meira niður­brot á vöðvum frek­ar en fitu,“ seg­ir Annie og seg­ir að þegar hún hafi farið að grúska í þessu hafi opn­ast henni nýr heim­ur.

„Ég var svo alltaf að deila þessu með Katrínu Tönju og hún sagði mömmu sína ein­mitt vera að upp­lifa það sama og mamma mín. Ég breytti svo pró­gramm­inu fyr­ir mömmu og breyt­ing­arn­ar voru ótrú­leg­ar!“ seg­ir Annie.

„Eft­ir breyt­ing­arn­ar á mömmu fóru svo marg­ar kon­ur að spyrja mig út í þetta og þótt ég hafi treyst mér til að hjálpa mömmu treysti ég mér ekki til að hjálpa öll­um kon­um, því þær verða að skilja af hverju þær eiga að lyfta og af hverju þær eiga að borða meira pró­tín,“ seg­ir Annie og seg­ir þá að þær Katrín Tanja hafi ákveðið að búa til pró­gramm fyr­ir kon­ur á miðjum aldri.

1500 á biðlista

Appið heit­ir Empower­bydott­ir og seg­ir Katrín að um leið og kon­ur skrái sig á nám­skeið fái þær aðgang að lokuðum face­book-hópi þar sem kon­ur geti talað sín á milli.

Appið verður aðgengi­legt eft­ir ör­fá­ar vik­ur, en Annie og Katrín munu byrja með nokkra hópa af kon­um sem munu sann­reyna ágæti þess.

„Á næstu vik­um mun­um við hleypa inn tutt­ugu til fjöru­tíu kon­um, en í byrj­un vilj­um við ekki vera með of marg­ar því við vilj­um geta sinnt þeim og svarað þeirra spurn­ing­um,“ seg­ir Katrín.

„Við erum komn­ar með 1.500 kon­ur á biðlista,“ seg­ir Annie og bros­ir.

„Við get­um ekki hleypt öll­um inn í einu en með tím­an­um get­um við hleypt inn fleir­um og bráðum geta all­ar kon­ur verið með.“

Ítar­legt viðtal er við Annie og Katrínu í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðins. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda