Þetta gerist þegar maður hættir að stunda kynlíf

Kynlíf styrkir samband og eykur nánd. En það gerist ekkert …
Kynlíf styrkir samband og eykur nánd. En það gerist ekkert þó maður stundi ekki kynlíf. Unsplash.com

Kyn­líf get­ur verið gott fyr­ir lík­ama og sál en hvað ger­ist þegar maður stund­ar ekki leng­ur kyn­líf? Verður ein­hver breyt­ing á lík­am­an­um?

„Mann­eskja sem stundaði mikið kyn­líf, en ger­ir það ein­hverra hluta vegna ekki leng­ur, get­ur upp­lifað pirr­ing eða mikla löng­un í kyn­líf,“ seg­ir Christ­ine Rafe, kyn­lífs­fræðing­ur í viðtali við Body&Soul.

„Þér finnst lík­am­inn kannski vera að fara í gegn­um mikl­ar breyt­ing­ar við kyn­lífs­leysið en svo er ekki. Þar sem mikið er rætt um já­kvæðar af­leiðing­ar kyn­lífs fyr­ir lík­ama og sál þá eru samt í raun eng­ar nei­kvæðar af­leiðing­ar við kyn­lífs­leysi.“

Dett­um úr æf­ingu

„Við gæt­um hins veg­ar orðið ónæm­ari fyr­ir kyn­lífs­at­höfn­um. Líkt og að vera ekki í æf­ingu og með minna sjálfs­traust þegar kem­ur að bólfimi. En þetta eru hvorki líf­fræðileg­ar breyt­ing­ar né var­an­leg­ar breyt­ing­ar.“

„Eng­ar rann­sókn­ir benda til þess að það sé slæmt að stunda ekki kyn­líf. Það eru hins veg­ar kost­ir við að stunda kyn­líf. Kyn­líf kall­ar fram ánægju­horm­ón, hvort sem maður stund­ar kyn­líf einn með sjálf­um sér eða með öðrum. Þessi horm­ón bæta and­lega heilsu og veita manni orku.“

Má gera aðra hluti til að líða vel

„Þá er kyn­líf gott fyr­ir sam­bönd og skap­ar mik­il­væga nánd á sama tíma og manni líður bet­ur.“

„Þá hafa rann­sókn­ir sýnt fram á fylgni á milli hærri sáðlát­stíðni og minnk­andi tíðni á blöðru­hálskrabba­meini. Það má vinna í því bæði einn með sjálf­um sér eða með öðrum.“

„Svo má fram­kalla þessi vellíðun­ar­horm­ón með öðrum hætti eins og til dæm­is dansi, nuddi, hug­leiðslu, söng, hlátri og að gera eitt­hvað nýtt og krefj­andi. Þá er gott að faðma fólk, ná augn­sam­bandi, hald­ast í hend­ur og hafa inni­halds­rík sam­töl.“

„Kyn­líf get­ur verið frá­bær hluti af líf­inu en er samt ekki nauðsyn­leg­ur fyr­ir heil­brigt og gott líf. Ef kyn­lífs­leysi er ekki að valda streitu eða óham­ingju þá er það bara af hinu góða. Það er hægt að eiga frá­bært líf án kyn­lífs.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda