T-laga veggur breytti heimilinu

Innréttingin er frá HTH og smíðað var í kringum hana. …
Innréttingin er frá HTH og smíðað var í kringum hana. Efriskápurinn í eldhúsinu er sérsmíði. Eggert Jóhannesson

Í einu af betri hverf­um borg­ar­inn­ar býr fjög­urra manna fjöl­skylda í huggu­legri fjög­urra her­bergja íbúð. Íbúðin var byggð árið 2004 og völdu hús­ráðend­ur all­ar inn­rétt­ing­ar inn í íbúðina. Á gólf­un­um er eikarp­ar­ket og fata­skáp­ar og inni­h­urðar í sama við. Þegar fjöl­skyld­an flutti inn var stof­an, eld­húsið, borðstof­an og her­berg­is­gang­ur­inn í einu rými. Hús­móðirin á heim­il­inu vildi ekki ákveða strax hvernig íbúðin yrði stúkuð niður og ákváðu þau að búa í íbúðinni í svo­lít­inn tíma áður en fram­haldið væri ákveðið.

Til að brjóta rýmið upp leituðu þau til Krist­ín­ar Brynju Gunn­ars­dótt­ur inn­an­hús­arki­tekts. Hún hannaði glæsi­leg­an vegg sem stúk­ar rýmið af þannig að öll svæði njóti sín sem best og sem best nýt­ing væri í öll­um rým­um.

Vegg­ur­inn, sem er í T-laga, hef­ur þríþætta nýt­ingu. Við gang­inn lét Krist­ín Brynja út­búa bekk með skúff­um og svo var sett pulla ofan á. Á vegg­inn var sett­ur speg­ill og vegg­ljós.  Þetta er ekki bara fal­legt held­ur ákaf­lega praktískt. Á vegg­inn í svefn­her­berg­isálm­unni setti Krist­ín Brynja veg­lega skrif­stofuaðstöðu með stóru skrif­borði og efri skáp­um. Það er því hægt að loka alla papp­íra inni í skáp. Í stof­unni kem­ur vegg­ur­inn vel út því þar voru sett­ar hill­ur sem fara vel á veggn­um.

Hús­móðirin seg­ir að vegg­ur­inn hafi gjör­breytt stemn­ing­unni á heim­il­inu.

T-laga veggurinn í forgrunni. Þegar gengið er inn í íbúðina …
T-laga vegg­ur­inn í for­grunni. Þegar gengið er inn í íbúðina tek­ur bekk­ur­inn við. Hús­ráðend­ur létu sér­smíða pullu ofan á bekk­inn. Púðarn­ir eru úr Habitat. Eggert Jó­hann­es­son
Horft á vegginn úr stofunni. Hægt er að ganga í …
Horft á vegg­inn úr stof­unni. Hægt er að ganga í kring­um hann og vegg­ur­inn nær ekki upp í loft. Eggert Jó­hann­es­son
Á svefnherbergisganginum er vönduð skrifborðsaðstaða og gott skáppláss.
Á svefn­her­berg­is­gang­in­um er vönduð skrif­borðsaðstaða og gott skápp­láss. Eggert Jó­hann­es­son
Eikarhillurnar rúmast vel í stofunni.
Eik­ar­hill­urn­ar rúm­ast vel í stof­unni. Eggert Jó­hann­es­son
Í eldhúsinu er feluskot þar sem matareiðslubækurnar eru geymdar ásamt …
Í eld­hús­inu er felu­skot þar sem matareiðslu­bæk­urn­ar eru geymd­ar ásamt bland­ar­an­um. Eggert Jó­hann­es­son
Stofan er hlýleg og falleg. Sófarnir eru úr Tekk Company …
Stof­an er hlý­leg og fal­leg. Sóf­arn­ir eru úr Tekk Comp­any en púðarn­ir og teppið eru úr Habitat. Eggert Jó­hann­es­son
Stofan er fjölskylduvæn og hlýleg.
Stof­an er fjöl­skyldu­væn og hlý­leg. Eggert Jó­hann­es­son
Horft úr eldhúsinu inn í stofu.
Horft úr eld­hús­inu inn í stofu. Eggert Jó­hann­es­son
Klukkan er úr Saltfélaginu og kaffikannan er frá Stelton og …
Klukk­an er úr Salt­fé­lag­inu og kaffikann­an er frá Stelt­on og kem­ur úr Epal. Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda