Rut Káradóttir innanhússarkitekt hannaði 190 fm glæsiíbúð í Sjálandinu í Garðabæ. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar hjá Smíðaþjónustunni og setja þær svip sinn á íbúðina. Um er að ræða bæsaða eik sem nýtur sín vel við ljósar borðplötur. Í íbúðinni eru ekki bara fallegar innréttingar heldur vönduð og falleg lýsing sem hönnuð var af Lúmex.
Úr íbúðinni er útsýni til allra átta. Þar eru tvennar útsýnissvalir eða samtals 120 fm allt í allt.
Á gólfunum eru ýmist steinflísar eða steinninn lakkaður. Eins og sést á myndunum kemur það vel út.
HÉR eru hægt að skoða íbúðina nánar.