Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri ræktar garðinn í Reykjavík: Setjum upp sparisvip

Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri.
Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri. Eggert Jóhannesson

„Í sam­an­b­urði við stór­borg­ir Evr­ópu á Reykja­vík ekki langa borg­ar­sögu en hef­ur á stutt­um tíma vaxið úr litlu þorpi í fram­sækna borg sem er viðkomu­staður á sjö­unda hundrað þúsunda ferðamanna á hverju ári. Á fal­leg­um sum­ar­degi iðar borg­in af lífi og skart­ar að jafnaði sínu feg­ursta. Menn­ing­arnótt er þar eng­in und­an­tekn­ing, t.d. þegar íbú­ar miðborg­ar­inn­ar bjóða gest­um og gang­andi á heim­ili sín hvort sem það er í kaffi og kök­ur eða til að hlýða á fagra tóna eða njóta annarra lista,“ seg­ir Jakob Frí­mann Magnús­son miðborg­ar­stjóri. 

„Við mun­um kon­ungs­heims­sókn Kristjáns Dana­kon­ungs þegar allt var pússað sem sneri að kon­ungs­leiðinni. Nú hafa flest­ir sem bjóða til sinna heima­húsa pússað sitt fín­asta og sett upp sparisvip­inn fyr­ir Menn­ing­arnótt,“ seg­ir Jakob Frí­mann Magnús­son sem sit­ur í stjórn Menn­ing­ar­næt­ur auk þess að gegna starfi fram­kvæmda­stjóra Miðborg­ar­inn­ar okk­ar.

„Íslend­ing­ar eru í eðli sínu gest­risn­ir, það er ef­laust eitt af okk­ar betri gild­um. Hin rómaða gest­risni Íslend­inga á sér að hluta þá skýr­ingu að hér var fyrr á öld­um vart að finna gisti­hús á lands­byggðinni að heitið gæti en menn voru á sí­felld­um þeyt­ingi milli lands­hluta og sjálf­sagður hlut­ur var að leyfa mönn­um að gista. Nú er gistiþjón­usta að verða ein af okk­ar stærri at­vinnu­grein­um og mik­il­vægt að varðveita vel anda sann­ís­lenskr­ar gest­risni . Sá andi er vissu­lega vel merkj­an­leg­ur í Reykja­vík á Menn­ing­arnótt og jafn­framt til að mynda í hústjöld­um Vest­manna­ey­inga á ár­legri Þjóðhátíð.“

Kjör­inn hvati

Kreppan sem engan enda virðist ætla að taka hefur sett sitt mark á miðborgina eins og aðra þætti þjóðlífsins. Allt of mörg hús eru illa hirt og eru þyrnir í augum þeirra sem fram hjá þeim fara.

„Menn­ing­arnótt er kjör­inn hvati þess að dytta að hús­um sín­um og drífa í því sem setið hef­ur á hak­an­um, jafn­vel í lengri tíma. Þetta á sér­stak­lega við um þá sem bjóða heim til sín en ekki síður um okk­ur hin. Gamla góða gesta­sprett­inn ættu menn í raun að líta á sem kær­komna orku til að taka til í kring­um sig. Ég segi að minnsta kosti fyr­ir sjálf­an mig að það er næst­um jafn kær­komið og að fá gest­ina sjálfa í heim­sókn að kalla yfir sig gesta­sprett­inn og taka allt í gegn sem búið var að slá á frest jafn­vel vik­um sam­an,“ seg­ir Jakob Frí­mann og bæt­ir því við að þó hann leggi mikið upp úr snyrti­mennsk­unni snú­ist Menn­ing­arnótt fyrst og fremst um fjöl­skrúðugt mann­lífið í borg­inni og skemmti­leg­heit fólks­ins sjálfs.

„Í um­rædd­um menn­ing­ar­heim­sókn­um er það sem máli skipt­ir ekki síst sjálf­ur gest­gjaf­inn og sá menn­ing­ar­arf­ur sem kann að leyn­ast þar á bakvið glugga­tjöld­in og svo milli eyrn­anna á heim­il­is­fólk­inu.“

Upp­bygg­ing í miðbæn­um virðist oft og tíðum handa­hófs­kennd og háðari tísku­sveifl­um frem­ur en að varðveita heild­stæða og fal­lega byggð sem eitt sinn var. Miðbær­inn hef­ur verið þrætu­epli stjórn­mál­anna í ára­tugi og tor­velt hef­ur reynst að finna lausn­ir sem all­ir geta sætt sig við. Viðraðar hafa verið hug­mynd­ir á borð við þá að leggja kvaðir á íbúa miðborg­ar­inn­ar að halda hús­um sín­um vel við í skipt­um fyr­ir t.d. af­slátt á op­in­ber­um gjöld­um eða styrkj­um.

„Niður­fell­ing fast­eigna­gjalda er ekki í boði en hins veg­ar eru til Hús­friðun­ar­sjóðir sem sækja má um viðhalds­fé til, komi viðkom­andi eign á annað borð til álita af sögu­leg­um eða menn­ing­ar­leg­um ástæðum. Borg­ar­yf­ir­völd sem slík mega að óbreyttu ekki blanda sér í mál ein­stakra hús­eigna.En neyðin kenn­ir naktri konu að spinna og skömmu eft­ir hrun gekk ég á fund Slipp­fé­lags­ins og BM-Vallár sem féllust á að leggja til efni til að stemma stigu við óá­sætt­an­legu veggjakroti og aðstoða íbúa við að fegra hús­in sín. Slipp­fé­lagið gaf okk­ur tíuþúsund lítra af máln­ingu í fjór­um lit­um og BM-Vallá hef­ur lagt til um­tals­vert magn af hell­um sem leggja má þar sem þörf­in er mest,“ seg­ir Jakob og bæt­ir því við að allt of marg­ir feli sig bakvið krepp­una.

Sýn­um til­lits­semi

„Margir bera við efnahagsástandinu og segjast ekki hafa efni á [viðhaldi eigna sinna] en stundum þarf ekki nema bara að snyrta eilítið garðinn sinn og mála grindverk eða húsgrunn til að nánasta umhverfi taki verulegum breytingum til hins betra.“

Miðborg­in okk­ar út­hlut­ar reglu­lega af rausn­ar­gjöf Slipp­fé­lags­ins og BM-Vallár.

„Borg­ar­starfs­menn og fleiri hafa svo haft aðgang að þessu efni til að lyfta ei­lítið upp svæðum sem aug­ljós­lega þurfa á slíku að halda. Þetta snýst meðal ann­ars um að sýna sam­borg­ur­un­um lág­marks til­lits­semi. Við eig­um að leit­ast við að rækta garðinn okk­ar og sýna ná­grönn­um þá til­lit­semi að hleypa ekki nærum­hverfi okk­ar í niðurníðslu. Svo er það líka bara mein­holt fyr­ir sál­ina að rækta garðinn sinn of­ur­lítið,“ seg­ir Jakob með bros á vör.

Jakob Frímann Magnússon.
Jakob Frí­mann Magnús­son. Eggert Jó­hann­es­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda