Vann aðventukransakeppni IKEA og Smartlands

Silvía Björk Birkisdóttir sigraði aðventukransakeppni IKEA og Smartlands Mörtu Maríu.
Silvía Björk Birkisdóttir sigraði aðventukransakeppni IKEA og Smartlands Mörtu Maríu.

Silvía Björk Birkisdóttir bar sigur úr býtum í aðventukransakeppni IKEA og Smartlands Mörtu Maríu. Kransinn hennar var búinn til úr fjórum glösum, kertum og jólakúlum og má segja að frumleikinn hafi verið við völd. Þegar hún er spurð út í verðlaunakransinn segist hún hafa verið búin að  búa hann til áður en hún sá auglýsinguna um aðventukransaleikinn.

„Ég var búin að útbúa hann og sá að allt hráefnið í mínum kransi var frá IKEA og ákvað að senda inn mynd,“ segir Silvía. Þegar hún er spurð að því hvernig kransar henni finnist fallegastir nefnir hún einfaldleikann. Henni þykir heldur ekki verra að kransarnir séu svolítið nútímalegir.
Kom það þér á óvart að þú vannst keppnina? „Já, ég get nú ekki sagt að ég hafi búist við því, enda fannst mér bara gaman að taka þátt.“


Hefur þú unum af því að búa eitthvað til í höndunum? „Já, ég hef mjög gaman af öllu sem gert er í höndunum.“

Silvía fékk 30.000 króna gjafakort frá IKEA í vinning. Aðspurð hvort hún sé búin að ráðstafa gjafakortinu segir hún svo ekki vera.

„Það verður úr mörgu flottu að velja og það er alltaf gaman að kaupa eitthvað fyrir heimilið.“

Kransinn í fullum skrúða.
Kransinn í fullum skrúða.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda