Umskipti hafa orðið á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Íbúðaverð er tekið að hækka á ný eftir verðlækkun í kjölfar hrunsins. Þetta kom fram á mbl.is í vikunni en þar er vitnað til talna Fasteignaskrár. Samkvæmt þeim hækkaði íbúðaverð um 4,7% að raungildi á 12 mánaða tímabili frá desember 2010 og fram í desember sl.
Samkvæmt Hagstofu Íslands hækkaði húsaleiga á báðum helmingum síðasta árs. Er það mat Leigulistans að leiga á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 4-8% á árinu 2011.