108 herbergja glæsihótel í Reykjavík

Icelandair Hótel Reykjavík Marina er 108 herbergja hótel með kokkteilbar, kaffihúsi, bíósal og líkamsræktaraðstöðu. Húsið er til húsa að Mýrargötu 2-8 en framkvæmdir við hótelið hófust fyrir ári. Stjórnendur hótelsins segja að það sé þrekvirki að framkvæmdir hafi einungis tekið ár.

Hótelið er án efa það eina í heiminum þar sem hægt verður nánast að snerta skip í slipp, en aðalinngangurinn er gegnt Slippnum norðanmegin við húsið. Hönnun hótelsins er nýstárleg og litrík, en bæði húsgögn og innréttingar eru sérsmíðaðar á Íslandi. Húsið á Mýrargötu 2-8 hefur hýst afar fjölbreytta starfsemi í gegnum tíðina, og var sá fjölbreytileiki hafður að leiðarljósi við byggingu hótelsins, þar sem nútímahönnun blandast eldri munum úr nærumhverfi Slippsins.

Hótelið státar nú af alls 108 herbergjum, en þar af eru 26 sérstök útsýnisherbergi sem öll hafa eigin svalir, á nýrri hæð sem byggð var ofan á húsið. Mikil lofthæð, grófir, upprunalegir veggir og viðarklæðning gamla Slipphússins eru látin halda sér.

Slippbarinn er staðsettur í alrými hótelsins á jarðhæð og verður veglegur vín- og kokkteillisti á boðstólum sem mun án efa bræða hug og hjarta vínáhugamanna. Kaffi Slippur mun síðan framreiða veglegan morgunmat dag hvern, en þar verður jafnframt hægt að njóta góðra veitinga fram eftir degi. Í kantínu verður svo úrval ýmissa léttra rétta sem hægt er að grípa með sér út í daginn, eða njóta innan veggja hótelsins. Einnig verður hægt að panta gómsæta og spennandi rétti af matseðli langt fram á kvöld. 

Hótelið býður hótelgestum jafnframt upp á frumlega leikfimiaðstöðu á jarðhæð, en í „Þrekvirki“ er til að mynda veglegur klifurveggur ásamt hefðbundnari líkamsræktartækjum. Notalegur bíósalur er jafnframt á jarðhæð, þar sem hægt verður að halda kynningar og fyrirlestra, ásamt því að bjóða hótelgestum upp á sýningar á íslenskum bíómyndum með enskum texta.

Arkitekt hótelsins er Freyr Frostason hjá THG Arkitektum ehf.

Slippurinn er frábær staðsetning fyrir hótel, steinsnar frá iðandi mannlífi miðborgarinnar á einum besta útsýnisstað Reykjavíkur. Sú uppbygging ferðaþjónustu, veitingastaða og markaða sem átt hefur sér stað á undanförnum misserum við höfnina er kjörinn vettvangur fyrir nýja gistingu í borginni. Icelandair Hótel Reykjavík Marina er vel bókað fyrir sumarið, og er til að mynda fyrsta opnunarhelgin nú þegar fullbókuð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda