Undirbjó skilnaðinn með leyniíbúð

Tom Cruise og Katie Holmes.
Tom Cruise og Katie Holmes. mbl.is/Rauters

Þegar Katie Holmes óskaði eftir skilnaði við Tom Cruise á fimmtudaginn eftir farsælt fimm ára hjónaband var hún búin að leigja sér leyniíbúð í New York. Íbúðina leigði hún fyrir sig og dóttur þeirra Suri svo það yrði sem minnst rót á dótturinni.

Us Weekly greinir frá því að New York-íbúðin passi ákaflega vel fyrir Holmes, sem er 33 ára, á meðan hún gengur frá skilnaðinum við Tom Cruise.

Tom Cruise er staddur hérlendis við tökur á myndinni Oblivion og kom Katie Holmes með Suri til landsins í þarsíðustu viku. Mæðgurnar stoppuðu í nokkra daga á Íslandi áður en þær héldu til New York.

Eins og fram hefur komið er Cruise niðurbrotinn vegna skilnaðarins en á sama tíma glöddust tengdaforeldrar hans því þau hafa aldrei verið sérlega hrifin af ráðahagnum.

Katie Holmes og Tom Cruise rölta niður Þingholtsstrætið.
Katie Holmes og Tom Cruise rölta niður Þingholtsstrætið. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda