Eitursvalt eldhús í Vesturbænum

mbl.is/Styrmir Kári

Þegar kom að því að endurnýja eldhúsið ákváðu þau að fara alla leið og leyfa því að flæða um rýmið á smekklegan hátt. „Við rifum niður marga veggi í þessari íbúð, en hér voru 8 lítil herbergi,“ segir Michael og hlær. Hann segir að gamla eldhúsið hafi verið eins og kústaskápur miðað við nýja eldhúsið.

Árið 2009 endurnýjuðu þau eldhúsið og til þess að gera það sem glæsilegast voru nokkrir veggir rifnir niður. Þýsk hágæðainnrétting frá Bulthaup varð fyrir valinu og er innréttingin úr línu sem kallast b1. Eirvík selur Bulthaup-innréttingarnar og koma öll tæki þaðan. Innréttingin sjálf er hvít að lit ásamt borðplötunni. Ál kemur einnig við sögu í smærri „díteilum“. Bulthaup-innréttingar eru teiknaðar upp og koma tilbúnar í heilu lagi með öllu nema raftækjum. Vaskurinn er til dæmis frá Bulthaup ásamt blöndunartækjum sem setur óneitanlega svip á eldhúsið. Auk þess kemur lýsingin með innréttingunni. Með þessu skapast heildarmynd sem stundum er erfiðara að framkvæma ef allt kemur sitt úr hverri áttinni. „Okkur fannst skipta máli að eldhúsið væri tímalaust og okkur finnst það hafa tekist vel. Þegar við erum með matarboð er enginn útundan heldur sameinast fólk í kringum eyjuna í eldhúsinu,“ segir Erla Eir.

Risastór eyja setur svip sinn á eldhúsið en í henni er gashelluborð, mikið skápapláss og eldhúsborð. Við endavegginn er tvöfaldur ísskápur, gufuofn og blástursofn frá Miele ásamt stórum búrskápum. Á veggnum á móti er skenkur með efri skápum þar sem þau hjónin geyma matreiðslubækur sínar og hún uppáhaldsheimilistækið; kaffivélina frá Jura. „Ég valdi háfinn sem kemur frá Elica. Mér fannst hann setja punktinn yfir i-ið,“ segir Erla Eir.

mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda