Fagurkerinn Sævar Karl Ólason er nú búsettur í München í Þýskalandi þar sem hann leggur nú meðal annars stundir á listmálun.
Allt sem Sævar Karl kemur nálægt er smart en á 9. áratugnum keypti hann fokhelt raðhús í Árbæjarhverfi, Brekkubæ, og lét innrétta og bjó þar í fjölmörg ár ásamt fjölskyldu sinni.
Húsið er nú til sölu en það er vel staðsett, með stúkusæti yfir Fylkisvöll. Ýmislegt hefur verið endurnýjað í húsinu en þó eru innréttingar í húsinu sem eru eins og þær voru þegar Sævar Karl bjó í því enda var vel vandað til verks.
HÉR má sjá fleiri myndir.