Iittala var ekki lengi að kveikja í fagurkerum um allan heim með nýjustu vöru sinni; brjálæðislega flottum gullkertastjökum eftir Matti Klenell.
Kertastjakarnir kallast Nappula og voru kynntir til sögunnar nú í ár en sænski hönnuðurinn Klenell varð fyrir miklum áhrifum þegar hann heimsótti Nuutajärvi-glerlistasafnið í Finnlandi. Þar sá hann afar óvenjulegt borð og heillaðist af formi þess. Í kjölfarið hannaði hann Nappula-kertastjakana.
Kertastjakarnir eru fáanlegir í nokkrum litum en gyllta útgáfan á upp á pallborðið um þessar mundir og setur punktinn yfir i-ið á hvaða hátíðarborði sem er.