Hljóðeinangrandi sófi slær í gegn

Sturla Már Jónsson.
Sturla Már Jónsson. Ljósmynd/Christopher Lund
<span><span><span>Opin rými eru ákaflega vinsæl á vinnustöðum en þrátt fyrir þá snilld verður starfsfólkið stundum að geta átt samtöl í einrúmi og fengið næði. Arkitektinn Sturla Már Jónsson hefur fundið lausnina því hann á heiðurinn af sófa, sem hann kallar Einrúm, sem er sérstaklega hannaður fyrir opin rými á vinnustöðum. Sófinn er svolítið eins og skilrúm, með háum bökum allan hringinn. Efniviðurinn í sófanum er hljóðeinangrandi sem gerir það að verkum að það er nánast hægt að ræða öll heimsins leyndarmál án þess að nokkur heyri til. </span></span></span> <span><span><span><br/></span></span></span> <span><span><span>Sófinn er ekki bara praktískur og sniðugur fyrir vinnustaði heldur ákaflega fallegur. Lagið á honum er sjarmerandi og áklæðið fallegt. <br/></span></span></span> <span><span><span><br/></span></span></span> <span><span><span><span><span><span>Sófinn er framleiddur af Axis sem hefur sérhæft sig í hönnun á skrifstofuhúsgögnum við góðan orðstír. </span></span></span><br/></span></span></span>

Í tilefni af HönnunarMars verða húsgagnaframleiðendur með sýningu á hönnun sinni og verður Axis með sófann Einrúm ásamt fleiri sniðugum lausnum fyrir skrifstofurými. Í Hörpu munu iðnhönnuðir og fatahönnuðir einnig sýna hönnun sína.

Ljósmynd/Christopher Lund
Ljósmynd/Christopher Lund
Ljósmynd/Christopher Lund
Ljósmynd/Christopher Lund
Ljósmynd/Christopher Lund
Ljósmynd/Christopher Lund
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda