139 milljóna sumarhús í Grímsnesi

Miðengi í Grímsnesi.
Miðengi í Grímsnesi.

Við Miðengi í Grímsnesinu stendur 494 fm sumarhús sem hægt er að nota allan ársins hring - þegar það verður tilbúið. Húsið er á byggingarstigi 4 og matsstigi 4 og er að mestu leyti tilbúið til spörtlunar að innan en það á eftir að ganga frá húsinu að utan og lóðin er einnig ókláruð. 

Hitaveita, hiti í gólfum en frágangur á rafmagni er eftir. Húsið er afar vandað og selst í því ástandi sem það er í dag. Lóðin er 24.418 fm og er eignarlóð. Svæðið er lokað með rafmagnshliði (símahlið). Glæsilegt útsýni er frá lóðinni yfir Sogið. Töluvert er búið að gróðursetja af plöntum og trjám á lóðinni.

HÉR er hægt að skoða húsið nánar. 

Miðengi í Grímsnesi.
Miðengi í Grímsnesi.
Miðengi í Grímsnesi.
Miðengi í Grímsnesi.
Miðengi.
Miðengi.
Svona lítur húsið út að innan.
Svona lítur húsið út að innan.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda