Nýr hönnunarsjóður tekur til starfa

Borghildur Sturludóttir.
Borghildur Sturludóttir.

Í dag, mánu­dag­inn 30. sept­em­ber, hef­ur nýr hönn­un­ar­sjóður starf­semi en sjóður­inn var stofnaður af mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyti í fe­brú­ar. Hönn­un­ar­sjóður heyr­ir und­ir mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyti og er tekju­stofn hans ár­legt fram­lag sem Alþingi ákveður á fjár­lög­um. Í ár er fram­lag til sjóðsins 45 millj­ón­ir króna og fer Hönn­un­ar­miðstöð Íslands ehf. með um­sýslu sjóðsins. Meg­in hlut­verk hönn­un­ar­sjóðs er að efla þekk­ingu, ásamt at­vinnu- og verðmæta­sköp­un á sviði hönn­un­ar og arki­tekt­úrs með fjár­hags­leg­um stuðningi.

Sjóður­inn styrk­ir jafn­framt kynn­ing­ar- og markaðsstarf er­lend­is sem stuðlar að
aukn­um út­flutn­ingi ís­lenskr­ar hönn­un­ar. „Með stofn­un hönn­un­ar­sjóðs hef­ur verið stigið mik­il­vægt skref af hálfu rík­is­valds­ins til viður­kenn­ing­ar og efl­ing­ar hönn­un­ar í ís­lensku at­vinnu­lífi. Okk­ur, sem erum í for­svari fyr­ir Hönn­un­ar­miðstöð Íslands, er það mikið kapps­mál að sam­fé­lagið fái sem best notið þess mikla mannauðs sem býr í góðum hönnuðum og arki­tekt­um“, seg­ir Borg­hild­ur Sturlu­dótt­ir, arki­tekt og stjórn­ar­formaður
Hönn­un­ar­miðstöðvar.

Við út­hlut­un sjóðsins verður lögð áhersla á fjóra flokka: þró­un­ar- og rann­sókn­ar­styrki, verk­efna­styrki, markaðs- og kynn­ing­ar­styrki og ferðastyrki. Stjórn hönn­un­ar­sjóðs met­ur styrk­hæfi um­sókna og ákveður af­greiðslu þeirra. Fimm manna stjórn er skipuð til þriggja ára í senn. Nú­ver­andi stjórn Hönn­un­ar­sjóðs skipa: Ólaf­ur Mat­hiesen formaður, skipaður án til­nefn­ing­ar, Íva Rut Viðars­dótt­ir vara­formaður, Ástþór Helga­son og Hauk­ur Már Hauks­son, öll til­nefnd af Hönn­un­ar­miðstöð Íslands, ásamt Helgu Har­alds­dótt­ur, til­nefnd af at­vinnu­vega og ný­sköp­un­ar­ráðuneyti.
„Við mat á um­sókn­um mun stjórn hönn­un­ar­sjóðs líta sér­stak­lega til gæða og stöðu hug­mynd­ar­inn­ar eða verk­efn­is­ins, fag­legs bak­grunns um­sækj­anda, fjár­hags­grund­vall­ar verk­efn­is­ins og svo gildi og mik­il­vægi verk­efn­is til efl­ing­ar ís­lenskr­ar hönn­un­ar og arki­tekt­úrs“, seg­ir Ólaf­ur Mat­hiesen, arki­tekt og formaður stjórn­ar hönn­un­ar­sjóðs.

Opnað verður fyr­ir mót­töku um­sókna mánu­dag­inn 30. sept­em­ber kl. 16:15 að
viðstödd­um mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra. Um­sókn­ar­frest­ur renn­ur út 11. nóv­em­ber 2013. Úthlutað verður úr sjóðnum um miðjan des­em­ber 2013.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda