Við Klettás í Garðabæ stendur glæsilegt einbýli sem byggt var 2005 en innréttað í lok árs 2011. Thelma Friðriksdóttir innanhússarkitekt teiknaði húsið að innan af einskærri smekkvísi. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar hjá HIT-innréttingum.
HÉR er hægt að skoða húsið nánar.
Í stofunni eru svört leðurhúsgögn áberandi.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf og er prýtt með hvítri sprautulakkaðri innréttingu.
Anddyrið er stílhreint og falleg. Snagarnir frá Eames-hjónunum setja svip sinn á rýmið.
Einfaldur og bjartur inngangur.
Það er nóg af skápaplássi í eldhúsinu.
Vinnuplássið er yfirdrifið.
Svona mætist eldhús og stofa.
Stofan er búin fallegum húsgögnum.
Svona lítur minna baðherbergið í húsinu út.
Stiginn á milli hæða er stílhreinn.
Hjónaherbergið er einfalt.