Við Gnitakór í Kópavogi stendur einstaklega glæsilegt einbýli sem byggt var 2006. Húsið er hannað af Vektor og sá Oddgeir Þórðarson, arkitekt hjá Go-Form, um alla innanhússhönnun. Allt tréverk er sérsmíðað hjá Fagusi í Þorlákshöfn og er garðurinn hannaður af Ólafi Melsted landslagsarkitekt.
HÉR er hægt að skoða húsið nánar.
Smekklegur skápur í kringum sjónvarpið.
Eldhúsið er með afar góðu vinnuplássi.
Stílhreint baðherbergi. Takið eftir viðarklæðningunni undir speglaskápnum. Arfasmart.
Fataherbergið er stílhreint og smart.
Útsýnið af svölunum er fallegt.
Hér er hægt að hafa það afar gott.
Fataskápurinn setur svip sinn á forstofuna.
Horft úr eldhúsinu inn í stofuna.
Horft úr borðstofunni yfir í stofuna. Svartar sjöur eftir Arne Jacobsen gera borðstofuna heillandi.
Svartar sjöur við brúnt borð. Það má vinna með það.
Á gólfunum er vandað parket.
Gluggar sem ná niður í gólf gera mikið fyrir birtuna í húsinu.
Svona lítur þetta út á milli hæða.
Yfirmáta huggulegt baðherbergi.
Á baðherberginu eru þrjár tegundir af flísum.
Svefnherbergi með fataherbergi og öllu.
Þetta baðherbergi er inn af hjónaherberginu.
Svona lítur hjónabaðið út.