Valdimar Tryggvi Kristófersson ritstjóri Kópavogspóstsins hefur sett glæsihús sitt við Brúnás í Garðabæ á sölu. Húsið er sérstaklega glæsilegt en Valdimar er eini eigandi þess en húsið er byggt 2006. Það er 305 fm og á tveimur hæðum. Innihurðirnar í húsinu eru ítalskar en þær úr úr viðnum Wenge. Innréttingarnar koma frá Ítalíu.
Á gólfunum eru ljóskremaðar flísar í stærðinni 60X60 ásamt gegnheilli eik sem fara vel við dökku innréttingarnar.
Heimilið er sérstaklega smekklega innréttað og er húsgagnaval einstakt. HÉR er hægt að skoða húsið nánar.
Borðstofan er hlýleg en hana prýðir afar huggulegt borðstofuborð.
Röndóttir púðar og pullurnar keyra upp gleðina sem ríkir í hönnun rýmisins.
Gluggarnir ná niður í gólf sem skapar fallega stemningu.
Baðherbergið er með hvítri sprautulakkaðri innréttingu.
Húsráðendur hafa gott auga fyrir því hvernig best er að raða hlutum saman.
Púðarnir setja svip sinn á leðursófann.
Eldhúsið og stofan mætast á einskaklega huggulegan hátt.
Svona lítur húsið út að utan.
Garðurinn er eins og í erlendum húsbúnaðarblöðum.
Svefnherbergið er hlýlegt.
Hér vita allir hvað klukkan slær.
Svefnherbergið er ákaflega notalegt og hér er líka fallega búið um.