Fasteignasalan Lionard er engin venjuleg fasteignasala því hún sérhæfir sig í sölu kastala um allan heim. Kastalarnir eru margir hverjir svo dýrir að verðið er ekki tilgreint, þá stendur aðeins „yfir 10 milljón dali“ sem gerir um 1,3 milljarður íslenskra króna.
Meðfylgjandi eru þá myndir af einum kastalanum sem er á sölu hjá Lionard. Hann kostar „yfir 10 milljón dali“. Kastalinn, sem er rétt utan við Mílanó, er risavaxinn. Í honum eru þá rúmlega 50 herbergi og svítur.