Við Melhæð í Garðabæ stendur súpersmart einbýli algerlega á besta stað í bænum. Húsið 239 fm að stærð en það var byggt á því herrans ári 1991. Inni í þeirri fermetratölu er bílskúrinn sem er 25 fm að stærð. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi og meira að segja baðherbergi inn af hjónaherberginu. Það þykir afar eftirsóttarvert.
Húsið er teiknað af Sigurði Hallgrímssyni arkitekt og allar innréttingar hannaðar af Guðbjörgu Magnúsdóttur innanhússarkitekt. Aukin lofthæð er í stórum hluta hússins og vönduð innfelld lýsing.
Eins og sést á myndunum hafa húsráðendur tilfinningu fyrir formum og ágæta rýmisgreind. Það er hver hlutur á sínum stað og allt alveg til fyrirmyndar!
HÉR er hægt að skoða húsið nánar.