91 milljóna hönnunarvilla í Garðabæ

Svona lítur húsið út að utan.
Svona lítur húsið út að utan.

Við Melhæð í Garðabæ stendur súpersmart einbýli algerlega á besta stað í bænum. Húsið 239 fm að stærð en það var byggt á því herrans ári 1991. Inni í þeirri fermetratölu er bílskúrinn sem er 25 fm að stærð. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi og meira að segja baðherbergi inn af hjónaherberginu. Það þykir afar eftirsóttarvert.

Húsið er teiknað af Sigurði Hallgrímssyni arkitekt og allar innréttingar hannaðar af Guðbjörgu Magnúsdóttur innanhússarkitekt. Aukin lofthæð er í stórum hluta hússins og vönduð innfelld lýsing.

Eins og sést á myndunum hafa húsráðendur tilfinningu fyrir formum og ágæta rýmisgreind. Það er hver hlutur á sínum stað og allt alveg til fyrirmyndar!

HÉR er hægt að skoða húsið nánar.

Eldhúsið og borðstofan mætast en samt er ekki alveg opið …
Eldhúsið og borðstofan mætast en samt er ekki alveg opið á milli.
Stofan er vel heppnuð.
Stofan er vel heppnuð.
Stofan er hlýleg og búin ljósum húsgögnum.
Stofan er hlýleg og búin ljósum húsgögnum.
Gangurinn er vel heppnaður.
Gangurinn er vel heppnaður.
Inn af hjónaherberginu er baðherbergi.
Inn af hjónaherberginu er baðherbergi.
Baðherbergið er flísalagt til hálfs.
Baðherbergið er flísalagt til hálfs.
Barnaherbergið er vel hannað.
Barnaherbergið er vel hannað.
Horft niður stigann.
Horft niður stigann.
Loftin í húsinu er skemmtileg.
Loftin í húsinu er skemmtileg.
Secto ljósið er í miklu uppáhaldi hér í Smartlandi Mörtu …
Secto ljósið er í miklu uppáhaldi hér í Smartlandi Mörtu Maríu en það er finnskt.
Borðstofan og stofan mætast en þó er gengið niður þrep …
Borðstofan og stofan mætast en þó er gengið niður þrep í stofuna.
Eldhúsið er með vönduðum innréttingum.
Eldhúsið er með vönduðum innréttingum.
Fín heimilistæki prýða eldhúsið.
Fín heimilistæki prýða eldhúsið.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda