Hönnunarhöll með útsýni yfir Eyjafjörð

Húsið er klætt með timbri að utan.
Húsið er klætt með timbri að utan.

Einbýlishús við Kotabyggð á Akureyri hefur vakið mikla athygli í hönnunarheiminum. Það er hannað af Arnari Þór Jónssyni arkitekt hjá Arkís. Auk þess var húsið valið ein af tíu bestu lúxusgistingum í heiminum í dag hjá Harperz Bazaar.

Einbýlishúsið við Kotabyggð er nú hólfað niður í þrjár íbúðir sem hafa verið í útleigu á Airbnb. Húsið sjálft var byggt 2008 og er viðarklætt að utan. Að innan er það mjög nútímalegt og smart. Stíllinn er svolítið hrár og síðir og miklir gluggar gera það að verkum að villt náttúran flæðir inn í hús. Húsið er afar vel staðsett með trylltu útsýni yfir Eyjafjörðinn. 

HÉR er hægt að skoða húsið nánar. 

HÉR er hægt að skoða verk Arkís.

Útsýnið úr húsinu er guðdómlegt.
Útsýnið úr húsinu er guðdómlegt.
Hér er aldeilis hægt að hafa það gott.
Hér er aldeilis hægt að hafa það gott.
Pallurinn er stór.
Pallurinn er stór.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda