Fékk sér aftur eins innréttingu

Glerskáparnir koma vel út.
Glerskáparnir koma vel út.

Matarbloggarinn Dröfn Vilhjálmsdóttir sem rekur vefinn Eldhússögur flutti síðasta vetur sem gerði það að verkum að það þurfti að skipta um eldhús heima hjá henni og fjölskyldu hennar. Hjónin þurftu einnig að endurnýja margt í húsinu eins og að skipta um vatnslagnir, gólfefni, innréttingar, innihurðir og laga rafmagnið. 

Eftir breytingar er ákaflega mikill munur á eldhúsinu en Dröfn birti fyrir og eftir myndir á vef sínum. 

„Ég er einstaklega ánægð með eldhúsið. Þegar við settum upp nýtt eldhús í gamla húsinu okkar fyrir átta árum og þá völdum við innréttingar með hvítum fulningahurðum (hurðir sem eru ekki sléttar heldur með listum). Við vorum mjög ánægð með það eldhús. Mér finnst sá stíll afar klassískur og það er sama hvað ég skoða margar eldhúsinnréttingar, mér finnst þær alltaf langfallegastar og hvítt fer aldrei úr tísku líkt og allskonar viðarlitir gera,“ segir Dröfn á bloggsíðu sinni. 

Innréttingin er hvít með fulningum. Hún kemur úr Birninum. Höldurnar …
Innréttingin er hvít með fulningum. Hún kemur úr Birninum. Höldurnar eru úr Brynju.

Hjónin völdu því svipaðar innréttingar í nýja húsið og sjá ekki eftir því. 

„Við skoðuðum innréttingar hjá öllum sem selja eldhúsinnréttingar en það eru þó ekki allir með fulninga-innréttingar. Þar sem að ég vildi meðal annars sérstakan tækjaskáp sem myndi passa á ákveðinn vegg þá vildi ég helst sérsmíðaðar innréttingar. Tækjaskápurinn sést hér að neðan og er algjör snilld,“ segir hún. 

Hægt er að loka hrærivélina og önnur heimilistæki inni.
Hægt er að loka hrærivélina og önnur heimilistæki inni.

Dröfn fékk innréttinguna í Birninum og segir að þeir hafi verið með fallegustu fulninga-innréttingarnar en þeir hafi líka verið ódýrastir. „Ekki var verra að tilboðið frá þeim var einna lægst af öllum tilboðunum sem við fengum og þó voru það flest hin tilboðin frá fyrirtækjum með tilbúnum einingum, ekki sérsmíðuðum – þar af var eitt tilboð sem var rúmlega tvöfalt hærra en frá Birninum! Við teiknuðum upp innréttinguna í samvinnu við Pál hjá Birninum sem reyndist okkur rosalega vel. Innréttingin kom út jafnvel enn betur en við bjuggumst við,“ segir hún. 

Garðskálinn gerir eldhúsið mjög bjart og fallegt.
Garðskálinn gerir eldhúsið mjög bjart og fallegt.


„Borðstofuhornið var lítið og þar var gluggi og litlar svalir sem voru einungis rúmur metri á breidd og þær nýttust því ekkert. Við ákváðum að taka vegginn og setja glerskála yfir svalirnar í staðinn. Þannig myndum við fá miklu meiri birtu, losna við svalir sem voru bara snjókista en síðast en ekki síst fá stærri borðstofu. Við vissum ekki beint hvar við áttum að byrja, að þurfti að jú að kanna hvort þetta væri framkvæmanlegt, finna skála sem passaði, fá fólk í framkvæmdirnar, verkfræðing til að kanna burðarþol og meira. Við snérumst dálítið í hringi með þetta þar til að okkur var bent á að tala við Sigurð Hafsteinsson hjá Vektor. Hann var algjör bjargvættur í þessu máli, teiknaði þetta upp ásamt hitalögnum í gólfi og sótti um byggingarleyfi. Hann hjálpaði okkur líka að velja skála en við keyptum hann frá PGV en þar fengum við frábæra þjónustu, mæli með þeim.“

Horft yfir eldhúsið. Hvíti ísskápurinn fellur alveg inn í innréttinguna.
Horft yfir eldhúsið. Hvíti ísskápurinn fellur alveg inn í innréttinguna.

„Auk þess sem við endurnýjuðum neyslulagnir þá endurnýjuðum við rafmagnið sem gaf okkur kost á góðri lýsingu í eldhúsið. Meðal annars með því að setja rafmagn í kassann fyrir ofan eyjuna.“

Heildarmynd eldhússins er falleg.
Heildarmynd eldhússins er falleg.

„Ég leitaði með logandi ljósi að fallegum höldum og endaði á að finna þessar í Brynju. Ég vildi fá dálítið gamaldags útlit og fannst fallegt hvernig liturinn á þessum tónaði við borðplötuna og parketið.“

HÉR er hægt að sjá færsluna í heild sinni og sjá eldhúsið fyrir og eftir. 

Hér er notalegt að sitja.
Hér er notalegt að sitja.
Blái liturinn kemur með hlýleika inn í rýmið.
Blái liturinn kemur með hlýleika inn í rýmið.
Hér sést eyjan betur.
Hér sést eyjan betur.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda