Síðumúlinn er nýi miðbærinn

Ljósmynd/Brynjar Ágústsson

„Við fengum algjört sjokk þegar við fengum tilkynningu um að við værum búin að missa húsnæðið okkar á Laugaveginum. Eftir að hafa rekið þar verslun síðustu 7 ár kom einhvern veginn ekkert annað til greina en að halda okkur í miðbænum,“ segir María Krista Hreiðarsdóttir, eigandi verslunarinnar Systur&Makar. 

Þessi hugsun breyttist þó fljótt þegar umhverfið var skoðað nánar og hrintu þau af stað skoðanakönnun þar sem kúnninn var einfaldlega spurður hvar hann vildi sjá búðina. „Kom þá í ljós að Íslendingarnir vildu okkur nokkurn veginn alls staðar annars staðar en í 101! Margir nefndu „mollin“, aðrir Hafnarfjörð en flestir töluðu um Skeifuna og umhverfi hennar. Það var því ansi spennandi að geta víkkað sjóndeildarhringinn og leitað á önnur mið. Verslunarumhverfið í úthverfunum er orðið mjög spennandi og fleiri og fleiri auð rými hverfa þar af leigumarkaðnum,“ segir hún en Systur&Makar opnuðu á nýjum stað, Síðumúla 21, á dögunum. 

Við flutninginn stækkaði verslunin um fjögur númer. 

„Það var nú ekki ætlunin að stækka verslunina um fjögur númer við flutninginn en við fundum frábært húsnæði í Síðumúla á besta stað við hliðina á Snúrunni svo við stóðumst ekki mátið,“ segir hún. 

Þá fór af stað tveggja mánaða ferli af breytingum, málningar- og smíðavinnu, hönnunarvinnu og stússi sem margir fylgdust spenntir með á miðlum Systra&Maka, má þar helst nefna Snapchattið sem stækkaði gríðarlega í breytingunum.

„Við tókum sumarbústað í gegn fyrir ári síðan og leyfðum öllum að fylgjast með því í gegnum bloggið okkar, Instagram og Facebook sem var mjög vinsælt svo okkur grunaði að fólk gæti haft gaman af þessu stóra verkefni líka og bættum Snapchat-miðlinum við. Við erum bara við og fíflumst og höfum gaman að þessu öllu saman,“ segir hún. 

Á fimmtudaginn var svo blásið til veislu og boðið upp á osta, sódavatn og bjór. 

Ljósmynd/Brynjar Ágústsson
Ljósmynd/Brynjar Ágústsson
Ljósmynd/Brynjar Ágústsson
Ljósmynd/Brynjar Ágústsson
Ljósmynd/Brynjar Ágústsson
Ljósmynd/Brynjar Ágústsson
Ljósmynd/Brynjar Ágústsson
Ljósmynd/Brynjar Ágústsson
Ljósmynd/Brynjar Ágústsson
Ljósmynd/Brynjar Ágústsson
Ljósmynd/Brynjar Ágústsson
Ljósmynd/Brynjar Ágústsson
Ljósmynd/Brynjar Ágústsson
Ljósmynd/Brynjar Ágústsson
Ljósmynd/Brynjar Ágústsson
Ljósmynd/Brynjar Ágústsson
Ljósmynd/Brynjar Ágústsson
Ljósmynd/Brynjar Ágústsson
Ljósmynd/Brynjar Ágústsson
Ljósmynd/Brynjar Ágústsson
Ljósmynd/Brynjar Ágústsson
Ljósmynd/Brynjar Ágústsson
Ljósmynd/Brynjar Ágústsson
Ljósmynd/Brynjar Ágústsson
Ljósmynd/Brynjar Ágústsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda