Barack Obama og fjölskylda munu bráðum þurfa að flytja út úr Hvíta húsinu, enda kosningar á næsta leyti.
Fjölskyldan er þó ekki á hrakhólunum, en hún ætlar að halda kyrru fyrir í Washington D.C. svo að yngri dóttir þeirra, Sasha, geti klárað skólann.
Hjónin munu leigja glæsihýsi í Kalorama-hverfinu, en húsið er svo sannarlega ekkert slor líkt og fram kemur í frétt Mansion Global.
Húsið, sem var byggt árið 1928, hefur að geyma níu svefnherbergi og átta baðherbergi.
Hér má auðveldlega láta fara vel um sig.
Ljósmynd / skjáskot Market Watch
Eldstæðið er huggulegt.
Ljósmynd / skjáskot Market Watch
Marmarinn er sérlega fallegur.
Ljósmynd / skjáskot Market Watch
Að sjálfsögðu er eldhúsið vel tækjum búið.
Ljósmynd / skjáskot Market Watch
Hér má sjá eitt af svefnherbergjunum níu.
Ljósmynd / skjáskot Market Watch
Fjölskyldan er þekkt fyrir að vera vel til fara, og að sjálfsögðu er að finna fataherbergi í húsinu.
Ljósmynd / skjáskot Market Watch
Engin biðröð ætti að myndast fyrir utan baðherbergin á morgnana, enda eru þau átta talsins.
Ljósmynd / skjáskot Market Watch
Garðurinn er skjólgóður og huggulegur.
Ljósmynd / skjáskot Market Watch