Innanhússarkitektarnir Berglind Berndsen og Helga Sigurbjarnadóttir innréttuðu íbúð við Holtsveg í Garðabæ. Svona lítur meistarastykkið út. Íbúðin stendur við Holtsveg 18 í Garðabæ en Arkís hannaði blokkina sjálfa.
Húsgögnin komu frá Norr 11 og ljósin eru frá Lumex. Öll sængurföt og teppi koma frá Ingibjörgu Hönnu Bjarnadóttur hönnuði.