Garðurinn er framlenging á stofunni

Kjartan Páll Eyjólfsson framkvæmdastjóri Epal.
Kjartan Páll Eyjólfsson framkvæmdastjóri Epal. mbl.is/Styrmir Kári

Heimsins frægustu hönnuðir eru farnir að bjóða upp á garðhúsgögn sem eru bæði falleg og þægileg. Aukahlutir eins og luktir og púðar fullkomna huggulegheitin.

Íslendingar leggja mikið upp úr því að innrétta heimili sín fallega. Þjóðin kann að meta vandaða hönnunarvöru og fylgist vel með stefnum og straumum í húsgagnahönnun.

Kjartan Páll Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Epal, segir að með batnandi veðurfari og breyttum áherslum sé landinn farinn að verja meiri tíma í garðinum og úti á svölum, og fyrir vikið farinn að leggja áherslu á að skapa smekklega umgjörð utan um fjölskylduna utandyra rétt eins og innandyra. Um leið eru heimsþekktir húsgagnahönnuðir farnir að veita garðinum meiri athygli og með nýjum efnum hefur þeim gefist tækifæri til að hanna glæsileg borð, stóla og jafnvel heilu sófasettin sem þola vel að vera undir berum himni allan ársins hring.

Stofa í garðinum

Að sögn Kjartans er garðpallurinn á sumum heimilum orðinn eins og smekklega hönnuð stofa. „Þar eru ekki bara borð og fjórir stólar til að borða saman grillmatinn, heldur legubekkir, sófar, hliðarborð, og sólhlífar.“

Epal flytur inn garðhúsgögn frá danska framleiðandanum Cane-line, þar á meðal húsgögn eftir íslensk-danska hönnuðateymið Hee Welling og Guðmund Lúðvík. „Margir gera sér ekki grein fyrir að hægt er að fá íslenska hönnun í garðinn og oft uppveðrast viðskiptavinir okkar þegar við segjum þeim að þessi fallegu húsgögn séu eftir Íslending.“

Húsgögnin sem þeir Hee og Guðmundur hafa hannað eru stílhrein og búa yfir miklum léttleika. „Eins og aðrir hönnuðir fallegra garðhúsgagna leitast þeir við að gera húsgögn sem sameina fegurð og notagildi. Líkt og í stofunni vill fólk að rými fjölskyldunnar í garðinum sé fallegt en líka þægilegt enda staður til að verja löngum gæðastundum saman.“

Bendir Kjartan sérstaklega á litlu hjólaborðin eftir Welling/Ludvik. Hann segir að þegar farið er út á pall vilji flestir sækja eitthvað gott matarkyns í eldhúsið og hentugt að hafa færanlegt borð undir t.d. nokkra osta, kex og janvel flösku af víni. „Hjólaborðið er hentug lausn, en er líka svo vel heppnuð hönnun að það sómir sér vel í stofunni árið um kring.“

Hugað að heildarmyndinni

Flestir vita að til að innrétta heimili fallega þarf margt að passa saman. Arkitektúr hússins, stærð herbergjanna, staðsetning glugga og val á gólefni og gluggatjöldum getur haft mikið að segja um hvers konar húsgögnum er best að raða í hvert rými. Í garðinum gildir það sama, og þarf að huga að heildarmyndinni og samspili garðhúsgagnanna við umhverfi sitt.

Segir Kjartan að garðar og svalir geti verið mjög breytileg. „Sums staðar er mikið notað af viði, en á öðrum heimilum er grjót eða gras í aðalhlutverki. Húsgögnin og hönnun garðsins verður að geta myndað eina heild.“

Skemmtilegast er ef hægt er að tengja saman hönnunina innndyra og utandyra og algengt í dag að arkitektar hanni stofur og garða þannig að opna má á milli. „Á mínu heimili er t.d. stór og mikil hurð frá svölunum út í garðinn og þegar veðrið er gott er hægt að opna upp á gátt og stækka húsið út á pallinn.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda