Magnús selur 150 milljóna hús

Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon.
Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon. Ólafur Guðmundsson

Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur sett einbýlishús sitt á sölu. Húsið keypti hann af Ólafi Ólafssyni og Ingibjörgu Kristjánsdóttur árið 2015.

Ólafur Ólafsson keypti Huldubraut 28 árið 1996 með eiginkonu sinni, …
Ólafur Ólafsson keypti Huldubraut 28 árið 1996 með eiginkonu sinni, Ingibjörgu Kristjánsdóttur. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Húsið er 304 fm að stærð en það var byggt 1994. Ólafur Ólafsson, oft kenndur við Samskip, og Ingibjörg Kristjánsdóttir eiginkona hans festu kaup á húsinu 11. nóvember 1996. Þau seldu hins vegar Magnúsi Ólafi húsið 22. maí 2015. 

Fasteignamat hússins er 97.950.000 kr. og er ásett verð 150 milljónir króna. Húsið er á tveimur hæðum og mjög vandað. Í húsinu eru vandaðar innréttingar og hefur augljóslega ekkert verið til sparað þegar húsið var innréttað. 

Það sem er einna mest heillandi við húsið er risavaxni stofuglugginn með útsýni út í Nauthólsvík.

Af fasteignavef mbl.is: Huldubraut 28

Þessi gluggi er með sturluðu útsýni.
Þessi gluggi er með sturluðu útsýni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda