Meirihluti borgarfulltrúa býr í 101

Áslaug María, Hjálmar, Dagur, Kjartan og Elsa Hrafnhildur búa öll …
Áslaug María, Hjálmar, Dagur, Kjartan og Elsa Hrafnhildur búa öll í nágrenni við Ráðhús Reykjavíkur. Samsett mynd

Slagurinn um Reykjavík er að hefjast nú þegar styttist í sveitastjórnarkosningar í maí. Skipulagsmál og húsnæðisvandinn hefur verið í brennidepli í borginni á kjörtímabilinu sem er að líða. Borgarfulltrúarnir eru 15 og meirihluti þeirra þarf ekki að fara langan veg til að komast til vinnu í Ráðhúsi Reykjavíkur. 

Borgarfulltrúarnir eru ekki sammála um allt en meirihluti þeirra virðist þó vera sammála um að það sé best að búa í 101 Reykjavík. Flestir búa þeir í nálægð við miðborgina eins og Smartland komst að en umhverfi Laugadalsins er líka vinsælt. Athygli vekur að enginn af borgarfulltrúunum er skráður til heimilis í einu af úthverfum borgarinnar. 

Áslaug María Friðriksdóttir 

Áslaug María sem er í Sjálfstæðisflokknum er skráð til heimilis á Skólavörðustíg 29, 101 Reykjavík. 

Skólavörðustígur 29.
Skólavörðustígur 29. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dagur B. Eggertsson

Borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson úr Samfylkingunni býr í Þingholtunum, á Óðinsgötu 8b, 101 Reykjavík. 

Óðinsgata 8b.
Óðinsgata 8b. mbl.is/Kristinn Magnússon

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Elsa Hrafnhildur sem situr í borgarstjórn fyrir Bjarta framtíð er skráð til heimilis á Vesturgötu 46a, 101 Reykjavík. 

Vesturgata 46a.
Vesturgata 46a. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir

Guðfinna Jóhanna situr í borgarstjórn fyrir Framsókn og flugvallarvini og er skráð til heimilis á Hraunteigi 19, 105 Reykjavík. 

Hraunteigur 10.
Hraunteigur 10. mbl.is/Kristinn Magnússon

Halldór Auðar Svansson

Píratinn Halldór er skráður til heimilis á Hringbraut 101, 101 Reykjavík. 

Hringbraut 101.
Hringbraut 101. mbl.is/Kristinn Magnússon

Halldór Halldórsson

Halldór Halldórsson úr Sjálfstæðisflokknum er skráður til heimilis að Meðalholti 12, 105 Reykjavík. 

Meðalholt 12.
Meðalholt 12. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heiða Björg Hilmisdóttir

Heiða Björg úr Samfylkingunni er skráð til heimilis í Sæviðarsundi 90, 104 Reykjavík. 

Sæviðarsund 90.
Sæviðarsund 90. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hjálmar Sveinsson

Hjálmar er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar en hann er skráður til heimilis á Baldursgötu 10, 101 Reykjavík. 

Baldursgata 10.
Baldursgata 10. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kjartan Magnússon

Kjartan sem er í Sjálfstæðisflokknum býr á Hávallagötu 42, 101 Reykjavík. 

Hávallagata 42.
Hávallagata 42. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristín Soffía Jónsdóttir

Kristín Soffía situr í borgarstjórn fyrir hönd Samfylkingarinnar er skráð til heimilis á Hrísateigi 45, 105 Reykjavík. 

Hrísateigur 45.
Hrísateigur 45. mbl.is/Kristinn Magnússon

Líf Magneudóttir

Líf situr í borgarstjórn fyrir Vinstri græn og á heima á Hagamel 32, 107 Reykjavík. 

Hagamelur 32.
Hagamelur 32. mbl.is/Kristinn Magnússon

Marta Guðjónsdóttir 

Marta er í Sjálfstæðisflokknum og býr í Bauganesi 39, 101 Reykjavík. 

Bauganes 39.
Bauganes 39. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigurður Björn Blöndal

Sigurður Björn er í Bjartri framtíð og býr við Kirkjuteig 17 í Reykjavík. 

Kirkjuteigur 17.
Kirkjuteigur 17. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skúli Helgason

Skúli er í Samfylkingunni og er skráður til heimilis að Gnitanesi 6, 101 Reykjavík. 

Gnitanes 6.
Gnitanes 6. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir

Sveinbjörg er skráð til heimilis í Hlyngerði 1, 108 Reykjavík. 

Hlyngerði 1.
Hlyngerði 1. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda