Loksins íslensk húsgögn á Bessastöðum

Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal hefur aldrei gefist upp á því …
Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal hefur aldrei gefist upp á því að koma íslenskri hönnun á framfæri. Hér er hann ásamt Ólöfu Jakobínu Ernudóttur hönnuði og Erni Þór Halldórssyni.

Það var kátt á Bessastöðum þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tók á móti húsgögnum eftir íslenska hönnuði. Húsgögnin verða til sýnis og til notkunar í suðurstofu Bessastaða. Húsgögnin, sem eru verk íslenskra hönnuða og framleidd á vegum íslenskra fyrirtækja, voru afhent á grundvelli samkomulags við Samtök iðnaðarins og lýsti forseti í ávarpi ánægju með þessi kaflaskil en hingað til hafa nánast öll húsgögn á forsetasetrinu komið frá öðrum löndum. Framvegis munu þeir fjölmörgu gestir, sem heimsækja Bessastaði, sjá þar glæsileg verk innlendra hönnuða.

Eins og sjá má á myndunum er íslensk hönnun algerlega samkeppnishæf við erlenda hönnun og eru húsgögnin mikið stofustáss. 

Það er löngu tímabært að íslenskri hönnun sé gert hærra undir höfði. Til þess að breiða út boðskapinn ættu stofnanir ríkisins og auðvitað einkafyrirtæki líka að taka Bessastaði sér til fyrirmyndar og kaupa íslenskt þegar þarf að endurnýja húsgögn og skrautmuni. Íslenskt hugvit og hönnun er nefnilega útflutningsvara og gæti svo hæglega verið miklu stærri iðnaður á Íslandi.

Í allri umræðu um umhverfisvænni lífsstíl og minnkun kolefnissporsins ætti fólk að kjósa íslenska hönnun frekar en að kaupa af erlendum síðum í Kína. Alla vega ef fólk er að hugsa um jörðina og framtíðina. 

Hér má sjá Dímon, Sindra og Marmo.
Hér má sjá Dímon, Sindra og Marmo.

En hvaða húsgögn eru þetta sem prýða nú suðurstofu Bessastaða? 

Um er að ræða sófann og stólinn Dímon sem hannaður er af Erlu Sólveigu Guðmundsdóttur. Stólarnir eru framleiddir hjá Á. Guðmundssyni sem hóf framleiðsluna 2016. Auk þess má finna borðið Spíss eftir sama hönnuð en hægt er að fá borðið í nokkrum útfærslum. 

Skatan eftir Halldór Hjálmarsson er líka mætt á Bessastaði en stólarnir eru framleiddir hjá Random Ark. Skatan hefur nokkra sérstöðu en hún er fyrsti formbeygði stóllinn sem fjöldaframleiddur hefur verið hérlendis. Hægt er að fá Skötuna í ýmsum viðartegundum og litum. 

Marmo eftir Ólöfu Jakobínu Ernudóttur er fallegt borð með carrera-marmaraplötu en það passar vel inn í rýmið á Bessastöðum. 

Stóllinn Kjarval er líka mættur á Bessastaði en hann var hannaður af Sveini Kjarval og framleiddur fyrir Epal. Stóllinn var hannaður 1962 og var upphaflega hannaður fyrir Kaffi Tröð sem var fjölsótt kaffihús í Austurstræti. Stóllinn er úr eik og hægt er að velja tauáklæði, leður eða kálfaskinn. 

Á Bessastöðum er líka stóllinn Sindri sem hannaður var af Ásgeiri Einarssyni 1962. Hann varð mjög vinsæll seint á sjöunda áratugnum og var um árabil ófáanlegur. Í dag sjá Sólóhúsgögn um að smíða stálgrindina undir stólinn, Ikan, sem er bátasmiðja og frumkvöðlasetur, steypir skelina en Feldur framleiðir gærurnar og sjá G. Á. húsgögn um bólstrun og samsetningu. Stóllinn er klæddur íslenskri gæru en hann er einnig fáanlegur með geitarskinni eða íslensku roði. 

Eins og sjá má krydda þessi húsgögn suðurstofu Bessastaða og falla svo vel inn í umhverfið að það er eins og þau hafi alltaf verið þarna. Það er merki um að þetta verkefni hafi tekist vel. 

Stólarnir Kjarval eru hannaðir af Sveini Kjarval. Hér eru þeir …
Stólarnir Kjarval eru hannaðir af Sveini Kjarval. Hér eru þeir ásamt borðinu Spíss eftir Erlu Sólveigu Óskarsdóttur.
Íslensk húsgögn á Bessastöðum.
Íslensk húsgögn á Bessastöðum. Arnþór Birkisson
Hér má sjá tvo Sindra, eitt Marmo og einn Dímon.
Hér má sjá tvo Sindra, eitt Marmo og einn Dímon.
Hér má sjá Dímon stól og Dímon sófa.
Hér má sjá Dímon stól og Dímon sófa. mbl.is/Arnþór Birkisson
Dímon eftir Erlu Sólveigu Óskarsdóttur.
Dímon eftir Erlu Sólveigu Óskarsdóttur. mbl.is/Arnþór Birkisson
Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins og Erla Sólveig Óskarsdóttir hönnuður.
Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins og Erla Sólveig Óskarsdóttir hönnuður.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, lýsti yfir ánægju sinni með …
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, lýsti yfir ánægju sinni með þessu fallegu húsgögn.
Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og Guðni Th. Jóhannesson forseti …
Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.
mbl.is/Arnþór Birkisson
Guðmundur Ásgeirsson framkvæmdarstjóri Á.Guðmundsson, Ásgeir H. Guðmundsson fjármálastjóri og Erla …
Guðmundur Ásgeirsson framkvæmdarstjóri Á.Guðmundsson, Ásgeir H. Guðmundsson fjármálastjóri og Erla Sólveig Óskarsdóttir hönnuður. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda