Gunnar Smári Egilsson og eiginkona hans, Alda Lóa Leifsdóttir, leigja nú hús við Smiðjustíg 12. Húsið er í eigu félagsins K 16 R ehf. sem er í eigu Davids Louis Chathams Pitts en hann festi kaup á húsinu 2014.
Húsið er 120 fm að stærð og stendur á besta stað í miðbæ Reykjavíkur. Smartland greindi frá því í vikunni að Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona hefði fest kaup á Fáfnisnesi 3 sem áður var í eigu Gunnars Smára og Öldu Lóu.