Bergþór og Laufey keyptu glæsihús í Arnarnesi

Bergþór Ólason og Laufey Rún Ketilsdóttir búa nú saman á …
Bergþór Ólason og Laufey Rún Ketilsdóttir búa nú saman á Akranesi en hafa nú fest kaup á glæsihúsi í Arnarnesi.

Bergþór Ólason þingmaður Miðflokks­ins og Lauf­ey Rún Ket­ils­dótt­ir starfsmaður þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins festu kaup á glæsi­húsi Arn­ars Þórs Stef­áns­son­ar lög­manns á LEX. Hann hef­ur búið í hús­inu ásamt eig­in­konu sinni og börn­um en hann festi kaup á hús­inu 2014.

Húsið er í Arn­ar­nes­inu í Garðabæ og er 364 fm að stærð. Ásett verð var 179 millj­ón­ir en fast­eigna­mat er um 120 millj­ón­ir. Það er hlý­legt að inn­an og málað í hólf og gólf í grá­um lit sem fer vel við par­ket og aðrar inn­rétt­ing­ar. Í kring­um húsið er mynd­ar­leg­ur garður með heit­um potti og góðri sólbaðsaðstöðu. 

Það ætti ekki að fara illa um Bergþór og Lauf­eyju Rún í hús­inu enda hátt til lofts og vítt til veggja. Parið á von á sínu fyrsta barni sam­an á þessu ári en hann átti barn fyr­ir. Parið hef­ur búið í húsi Bergþórs á Akra­nesi upp á siðkastið en á dög­un­um setti Lauf­ey Rún íbúð sína í 101 Reykja­vík á sölu eins og Smart­land greindi ít­ar­lega frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda