Óþolandi að konur séu ennþá lægra settar

Berglind Rögnvaldsdóttir ljósmyndari sigraði keppnina.
Berglind Rögnvaldsdóttir ljósmyndari sigraði keppnina.

Ljós­mynd­ar­inn Berg­lind Rögn­valds­dótt­ir sigraði í sam­keppni sem hald­in var á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins Paper Col­lecti­ve og EPAL. Hún fékk 200.000 krón­ur í verðlaun en Berg­lind hef­ur verið bú­sett í Nor­egi síðustu sjö ár. 

Eft­ir útskrift frá Bilder Nordic school of Photograp­hy árið 2018 hef­ur Berg­lind tekið þátt í stórum listahátiðum í Nor­egi; Col­lecti­ve Fashi­on Art, Fus­hi­on Oslo og Nordic Lig­ht Festi­val. Berg­lind hef­ur á sínum ferli mikið unnið með verk tengd kon­um og hvernig sam­félagið kyn­ger­ir og hlut­ger­ir þær frá unga aldri. Verk henn­ar hafa ákveðið kven­legt yf­ir­bragð, og fem­iníska rödd. Einnig not­ar hún náttúruna sem myndlíkingu til að mæta kynja­pólitík samtímans.

„Verk­in sem ég vann fyr­ir Epal og Paper Col­lecti­ve keppn­ina eiga það sam­eig­in­legt að snúa að hlýnun jarðar og hlut­gerv­ingu kven­kyns líkamanns. Inn­blástur­inn kom frá íslensku náttúrunni og komm­enta­kerf­inu á sam­félags­miðlum,“ seg­ir Berg­lind og bæt­ir við: 

„Við mann­fólkið erum að eyðileggja jörðina, sem við oft­ar en ekki köllum „móðir náttúru“ og tölum um í kven­kyni. Samlíking sem í nútíma vest­ræn­um heimi á ræt­ur sínar að rekja í okk­ar kerf­is­bundna og inn­gróna feðraveldi. Þetta hef­ur bæði kyn­ferðis­lega og kúgandi teng­ingu, ýtir und­ir áfram­hald­andi um­hverfis­eyðingu og nauðgun­ar­menn­ingu og má rökræða að sé einkar lýsandi fyr­ir sam­band sam­félags okk­ar við ann­ars veg­ar náttúruna og hins­veg­ar kven­kyns líkamann,“ seg­ir hún en í verk­um sín­um er hún einnig að hugsa um stöðu kon­unn­ar. 

„Þetta hef­ur sömuleiðis sterka teng­ingu við þá hug­mynd að kon­ur séu enn þann dag í dag lægra sett­ar“ og eitt­hvað sem eigi að leggja und­ir sig, rétt eins og náttúran sjálf sem er ávallt geng­is­felld og látin víkja fyr­ir óþrjótandi frekju mann­kyns­ins með til­heyr­andi óhugna­leg­um af­leiðing­um sem við stöndum frammi fyr­ir í dag.“

Sýn­ing­in á verk­un­um opn­ar í Epal Galle­rí á Lauga­vegi í dag og stend­ur sýn­ing­in yfir til 2. sept­em­ber.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda