Saga Ýrr og Sturla keyptu 410 milljóna einbýli

Saga Ýrr Jónsdóttir og Sturla B. Johnson hafa fest kaup …
Saga Ýrr Jónsdóttir og Sturla B. Johnson hafa fest kaup á einstakri höll við Kornakur 8 í Garðabæ. Samsett mynd

Lögmaðurinn Saga Ýrr Jónsdóttir og heimilislæknirinn Sturla B. Johnsen hafa fest kaup á miklu glæsihúsi við Kornakur í Garðabæ. Um er að ræða 535 fm einbýli sem byggt var 2007. Saga Ýrr og Sturla festu kaup á húsinu 15. febrúar og fá það afhent 1. apríl næstkomandi.

Saga Ýrr var lögmaður Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns þegar hann var ásakaður um ofbeldi gegn tveimur konum en sagði sig frá málinu eftir að hafa fengið aðrar upplýsingar. 

Húsið við Kornakur var í eigu Harðar Filippussonar og Berglindar Marinósdóttur og greiddu Saga Ýrr og Sturla 410.000.000 kr. fyrir húsið. 

Fjallað var ítarlega um húsið á Smartlandi þegar það fór á sölu. 

Bald­ur H. Svavars­son arki­tekt teiknaði húsið og Rut Kára­dótt­ir inn­an­húss­arki­tekt sá um inn­an­húss­hönn­un­ina. 

Fimm metra loft­hæð og gólfsíðir glugg­ar

Stof­an er sér­lega glæsi­leg með fimm metra loft­hæð og gólfsíðum glugg­um sem fanga augað, en hún tel­ur 88 fm. Stór gas­ar­inn og sér­smíðaðir skáp­ar prýða rýmið og skapa mikið lúx­us yf­ir­bragð, en þar að auki er hægt að loka stof­unni af með stór­um renni­h­urðum.

Þá má sjá ösku­stein á gólf­um og veggj­um í stofu, gangi og sjón­varps­her­bergi, en hann var sér­inn­flutt­ur frá Sikiley á Ítal­íu.

Sturla setti nýlega einbýlishús sitt við Dimmuhvarf 13 A á sölu og var fjallað um það á Smartlandi í byrjun mars. 

Saga Ýrr seldi á dögunum einbýlishús sitt við Rjúpnahæð 13 á 233 milljónir. Hún átti helmingshlut í húsinu á móti eiginmanni sínum, Orra Sigurðssyni lögmanni. Birgir Örn Birgisson og Líney Pálsdóttir keyptu húsið af Sögur Ýrr og Orra. 

Smartland óskar Sögu Ýrr og Sturlu til hamingju með nýja húsið! 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda