Arnar Þór og Helga keyptu íbúð Snorra Mássonar á yfirverði

Arnar Þór Ólafsson og Helga Kristín Ingólfsdóttir hafa fest kaup …
Arnar Þór Ólafsson og Helga Kristín Ingólfsdóttir hafa fest kaup á íbúð.

Arnar Þór Ólafsson fjármálaverkfræðingur og Helga Kristín Ingólfsdóttir mannauðsráðgjafi hafa fest kaup á íbúð við Aðalstræti í Reykjavík. Íbúðina keyptu þau af Snorra Mássyni, ritstjóra á ritstjóra, en hann setti íbúðina á sölu þegar hann og kærasta hans festu kaup á íbúð við Tómasarhaga.

Íbúðin er 53 fm að stærð og sérlega vel staðsett. Hún er á þriðju hæð í fjölbýlishúsi sem reist var 1970.

Stór gluggi er í stofunni sem nær frá gólfi upp …
Stór gluggi er í stofunni sem nær frá gólfi upp í loft.

Eld­hús og stofa eru samliggj­andi í opnu al­rými. Í stof­unni er stór gólfsíður gluggi sem gef­ur rým­inu án efa mik­inn sjarma ásamt því að hleypa góðri birtu inn. Á milli stofu og eld­húss­ins hef­ur borðstofu­borði verið komið fyr­ir sem brýt­ur rýmið upp. Eitt svefn­her­bergi og eitt baðher­bergi eru í íbúðinni, en í svefn­her­berg­inu má einnig sjá gólfsíðan glugga sem ger­ir mikið fyr­ir rýmið. Frá her­berg­inu er út­gengt á sval­ir til suðurs.Ásett verð er 49,9 millj­ón­ir.

Arnar Þór og Helga keyptu íbúðina á 52.500.000 kr.

Smartland óskar parinu hjartanlega til hamingju með íbúðina!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál