Margrét seldi Hofslundinn á 183 milljónir

Margrét Ýr Ingimarsdóttir.
Margrét Ýr Ingimarsdóttir.

Margrét Ýr Ingimarsdóttir grunnskólakennari og eig­andi Hug­mynda­bank­ans setti hús sitt og fyrrverandi eignmanns síns, Ómars R. Valdimarssonar, á sölu í maí í fyrra. Um er að ræða 186 fm einbýlishús á einni hæð sem reist var 1972. Margrét og Ómar létu Berglindi Berndsen innanhússarkitekt endurhanna húsið að innan og heppnuðust þær endurbætur vel. 

Það er því ekkert skrýtið að Ragnar Atli Tómasson og Tanja Stefanía Rúnarsdóttir hafi fallið fyrir húsinu. Hann hefur gert gott mót við ræktun á wasabi og rekur fyrirtækið Nordic Wasabi sem framleiðir og ræktar íslensk wasab. Ragnar og Tanja greiddu 183 milljónir fyrir húsið. 

Stofan í Hofslundinum var einstaklega vel heppnuð en Berglind Berndsen …
Stofan í Hofslundinum var einstaklega vel heppnuð en Berglind Berndsen hannaði hillurnar í stofunni og lét taka niður loftin. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Kærastinn keypti íbúð kaupandans 

Ragnar Atli Tómasson átti 92,5 fm íbúð við Kolagötu 2 í Reykjavík sem hann seldi á dögunumá 109 milljónir kr. Kaupandi íbúðarinnar er Reynir Grétarsson fjárfestir og kærasti Margrétar en Smartland greindi frá því á dögunum að hún hefði fundið ástina á ný. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda