Í þáttunum Heimilislíf heimsæki ég áhugaverða Íslendinga sem hafa unun af því að gera fallegt í kringum sig. Í þessum fyrsta þætti er Hrönn Margrét Magnúsdóttir heimsótt.
Hrönn, framkvæmdastjóri Feel Iceland, keypti einbýlishús í Garðabæ fyrir tíu árum. Þá var svo mikill uppgangur og hún fékk engan innanhússarkitekt þannig að hún gerði allt sjálf.
Uppskrift að bleikum collagen boozt sem bætir allt!
2 skeiðar AMINO MARINE COLLAGEN
250 ml vatn
2 lúkur spínat
2 lúkur hindber
4-6 cm engiferrót
safi úr hálfri sítrónu
1 msk. kókosolía
1 msk. hunang
klakar (má sleppa)
Blandið 2 skeiðum af AMINO MARINE COLLAGEN saman við 50 ml af volgu vatni og hrærið vel saman þar til duftið er að mestu uppleyst. Bætið því næst 200 ml af köldu vatni saman við.
Setjið því næst öll hráefnin í blandara og bætið collagen-blöndunni saman við. Blandið vel saman og hellið í glös.