Erla Björnsdóttir sálfræðingur lifir annasömu og spennandi lífi. Hún býr ásamt eiginmanni sínum, Hálfdáni Steindórssyni, og fjórum sonum þeirra í sjarmerandi húsi í 101. Í þættinum Heimilislíf er Erla heimsótt. Hún leggur mikið upp úr því að hafa fallegt í kringum sig en hún er heimakær og mikil fjölskyldumanneskja.
Á dögunum kom út bókin Svefn eftir Erlu en hún hefur einnig gefið út Munum dagbækurnar ásamt Þóru Hrund Guðbrandsdóttur.