Desember er genginn í garð með sínum dýrðarljóma. Allt er svo ofboðslega kósí og huggulegt. Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir lumar á uppskrift að dásamlegum piparkökumúffum.
„Ég sá uppskrift að piparkökumúffum um daginn sem mér leist ansi vel á, ég breytti þeirri upskrift svolítið og útkoman varð ansi fín. Kökurnar voru dásamlegar með góðu kremi, jólalegar og yndislegar.
(Þegar ég mæli nota ég litla kaffbolla)
3 egg
1 bolli sykur
1 bolli púðursykur
5 bollar hveiti
1/2 tsk. lyftiduft
1 tsk. vanillusykur
1/2 tsk. engifer
1/2 tsk. negull
1/2 tsk. nanill
1/2 tsk. hvítur pipar
100 g smjör
Rifinn börkur af einni mandarínu
Safi úr einni mandarínu
Aðferð
Byrjum á því að stilla ofninn á 200°C.
Bræðum smjör, leggjum það til hliðar og kælum það. Blöndum eggjum og sykrinum vel saman í nokkrar mínútur. Safanum og berkinum úr mandarínunni er bætt saman við. Næsta skref er að við blöndum þurrefnunum saman í sér skál, blöndum þeim því næst saman við eggjablönduna ásamt smjörinu. Þessu er blandað saman þar til þetta verður orðið að fallegu deigi sem er tilbúið að fara í formin sín inn í ofn.
Inn í ofn við 200°C í 20 mínútur.
HÉR er uppskriftin í heild sinni.