Eldar eftir neysluviðmiði velferðarráðherra

Eygló Harðardóttir.
Eygló Harðardóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Ég sá að lesendur voru að velta fyrir sér markmiðunum, og fannst sumum 30.000 kr. á viku sem hámark frekar hátt. Viðmiðið er komið frá neysluviðmiði velferðarráðherra en þar er áætlað að fjögurra manna fjölskylda eyði um 117.400 kr. í mat og hreinlætisvörur á mánuði.

Inn í þessari upphæð er allur matur fyrir fjölskylduna: Morgunmatur, hádegismatur (fyrir manninn minn og eldri dóttur) og kvöldmatur. Plús nesti fyrir stelpurnar og allar hreinlætisvörur fyrir heimilið. Sumar vikur mun ganga betur og á ég þá smá upp á að hlaupa þegar kemur að matarboðum með vinum og ættingjum og afmælum o.s.frv,“ segir Eygló Harðardóttir en hún ætlar í samstarfi við Smartland að útbúa 48 matseðla fyrir árið, elda eftir þeim og deila uppskriftum til lesenda. Hún segir að öll ráð séu vel þegin. 

„Frábært væri að fá líka senda matseðla og kassakvittanir frá lesendum til að sjá hvernig þið farið að þessu heima hjá ykkur. Hægt er að senda það á mig á eyglo@eygloeldar.is eða setja í athugasemdir.

Helsti sparnaðurinn liggur væntanlega í að skipuleggja matarinnkaupin. Með því að fækka búðarferðum eru minni líkur á að ýmiss óþarfi detti í matarkörfuna og maður freistast ekki til að skjótast í næsta 10-11 eða Nóatún. Hinn lykilþátturinn er að í fyrsta skipti á ævinni ætla ég að halda utan um kassakvittanir og skrá niður samviskusamlega hvað ég eyði í raun.“

Á blogginu mun Eygló bæði birta eigin uppskriftir og elda eftir uppskriftum frá öðrum.

„Þetta verður bæði gaman og lærdómsríkt, – og örugglega minna sársaukafullt en að hlaupa hálft maraþon með ónýta mjöðm,“ segir hún. 

Innkaupalisti vika 28. jan-3.feb

GRÆNMETI/ÁVEXTIR

  • 1 box kokteiltómatar
  • 6 meðalstórir tómatar
  • 1 rauðlaukur
  • 4 venjulegir laukar
  • 2 hvítlauka
  • 2 250. gr. box af sveppum.
  • 5 rauð chili
  • 8 skarlottslauka
  • 8 – 10 gulrætur
  • 1 gúrka
  • 1 kínakálshaus
  • 1 poki radísur (5-6 stk)
  • 1 pk fersk basilika (eða 1 bolli)
  • 1 poki klettasalat
  • 2 rauðar paprikur
  • 2 sellerístönglar
  • 1 kg. kartöflur (kaupi yfirleitt gullauga)

ÞURRVÖRUR/NIÐURSUÐURVÖRUR

  • 2 pokar af Basmati hrísgrjónum í suðupoka
  • 200 gr. breiðar, hvítar hrísgrjónanúðlur (6 ounces)
  • 100 gr. ósaltaðar steiktar jarðhnetur
  • Hunt‘s pizzasósa
  • 2 dósir af niðursoðnum tómötum
  • 1 millistór dós af tómatpaste

KÆLIVÖRUR

  • 12 egg
  • 250 gr. Gouda
  • 2 poka af pizzaosti
  • 2 poka af gratínosti
  • 1 L nýmjólk
  • 0,5 L rjómi
  •  Tilbúið smjördeig

KJÖT/FISKUR

  • 400 gr. beikon
  • 500 gr. nautakjöt (sneiðar eða snitsel)
  • 600 gr. þorskflak
  • Skinkupakki (er til) (kaupi yfirleitt 250 gr. skinkubréf frá Ali)
  • Heill kjúklingur

Ætti að vera til í búrinu: Ólífuolía (búin), venjulega olíu, púðursykur, sojasósa, chili sósa, fisksósa (ekki til), hrísgrjónavínedik – (má nota hvítvínsedik í staðinn), hveiti, ger, teninga fyrir kjúklingasoð, þurrkuð steinselja, rauðvín, venjuleg paprika, cumin, salt, pipar, lárviðarlauf, oregano, basilika, timian, rósmarín, parmesan.

Nóg brauð og salat með réttunum.

HÉR er hægt að lesa bloggið í heild sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert