Súkkulaðikökur á sunnudegi eru nokkuð sem alltaf má vinna með enda ylja þær og kæta. Þessi uppskrift er frá Svövu sem er með ljúfmeti.com.
Kakan:
Aðferð:
Bræðið smjörið og blandið saman við mjólkina. Látið blönduna verða volga. Hrærið egg og sykur þar til blandan verður ljós og létt. Blandið saman hveiti, lyftidufti, kakói og vanillusykri og blandið saman við eggjablönduna á víxl með mjólkurblöndunni. Setjið deigið í smurt hringform (ca 23 cm). Bakið í 175° heitum ofni í ca 30 mínútur.
Súkkulaðisósan:
Aðferð:
Bræðið smjörið í potti og hellið mjólkinni saman við. Blandið hveiti og sykri saman við kakóið. Setjið blönduna í pottinn og hrærið vel saman. Látið blönduna sjóða þar til hún er orðin að þykkri sósu. Hrærið stöðugt í pottinum og passið að sósan brenni ekki við botninn. Breiðið sósuna yfir kökuna þegar hún hefur aðeins kólnað og stráið kókos yfir.