Vöfflurnar sem Bjarni Benediktsson og Svanhildur Hólm Valsdóttir bökuðu fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann hans, eru um það bil að verða heimsfrægar. Hér er uppskriftin og voru vöfflurnar bornar fram með bláberjasultu og rabarbarasultu og miklum rjóma.
Þess má geta að Bjarni og Svanhildur fengu frí frá eldhússtörfum í dag og sáu Sigmundur og Jóhannes um innkaup og matreiðslu.
Innihald:
3 bollar hveiti
3 egg
3 msk. sykur
2 tsk. lyftiduft
1 tsk. matarsódi
150 g smjör
2 tsk. vanilludropar
mjólk og súrmjólk til helminga, eftir tilfinningu bakarans, sennilega u.þ.b. 3 bollar.
Allt blandað saman og bakað á vöfflujárni.