Taílenskt kjúklingasalat

Taílenskt kjúklingasalat.
Taílenskt kjúklingasalat. Ljósmynd/Svava

„Yfir vetr­ar­tím­ann hef ég súpu í hverri viku í mat­inn en þegar fer að hlýna skipt­um við ósjálfrátt yfir í sal­at. Þó það hafi farið lítið fyr­ir sumr­inu hér á höfuðborg­ar­svæðinu þá hef­ur gripið um sig mikið sal­atæði á heim­il­inu. Þetta kjúk­linga­sal­at hef­ur verið í miklu upp­á­haldi í gegn­um tíðina og þar þykir mér mestu skipta að nota góða satay sósu. Ég hef prófað marg­ar teg­und­ir en er hrifn­ust af sós­unni frá Thai Choice. Mér þykir hún lang­best og á hana alltaf til í skápn­um. Upp á síðkastið höf­um við þó fengið æði fyr­ir nýju sal­ati sem gef­ur öðrum ekk­ert eft­ir og við fáum ekki nóg af því,“ seg­ir Svava mat­ar­blogg­ari á Ljúf­meti og lekk­er­heit.

„Það sem að ger­ir sal­atið ómót­stæðilegt er sós­an því hún er ein­fald­lega him­nesk. Upp á síðkastið hef ég brugðið á það ráð að skera niður hrá­efnið í sal­atið og bera það fram í litl­um skál­um. Hver og einn raðar svo sam­an sínu sal­ati. Bæði mynd­ar það skemmti­lega stemmn­ingu við mat­ar­borðið og all­ir fá það sem þeir vilja í sal­atið sitt. Það er svo gam­an að fylgj­ast með því hvernig krakk­arn­ir gera sal­atið sitt og það hef­ur komið mér á óvart hvað þau eru frökk og áhuga­söm að prófa nýj­ar sam­setn­ing­ar.“

Sós­an:

  • 1 bolli Thai Choice sweet chili sauce
  • ½ bolli rice vineg­ar
  • ½ bolli Thai Choice lite coconut milk
  • 6 msk púður­syk­ur
  • 4 hvít­lauksrif, pressuð
  • 2 msk hnetu­smjör
  • 2 tsk engi­fer, rifið
  • saf­inn úr 2 lime
  • 1 msk Thai Choice soya sósa

Aðferð:

Setjið öll hrá­efn­in í pott, hrærið þeim sam­an og látið suðuna koma upp. Látið sjóða við væg­an hita í 3-4 mín­út­ur. Takið af hit­an­um og hellið helm­ingn­um af sós­unni yfir kjúk­linga­bring­urn­ar. Geymið hinn helm­ing­inn sem dress­ingu yfir sal­atið. Eldið kjúk­linga­bring­urn­ar í 190° heit­um ofni í 25-30 mín­út­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert