Guðdómleg kalkúnafylling

Það skiptir máli að vera með góða kalkúnafyllingu þegar kalkúnn …
Það skiptir máli að vera með góða kalkúnafyllingu þegar kalkúnn er eldaður. Claudio Schwarz/Unsplash

Er það ekki al­gert metnaðarleysi að kaupa til­búna kalk­úna­fyll­ingu þegar það tek­ur um það bil 15 mín­út­ur að gera sína eig­in frá grunni? Hér kem­ur upp­skrift að bestu kalk­úna­fyll­ingu í al­heim­in­um en hana geri ég alltaf þegar vel ligg­ur á mér. 

Væn smjörklípa

1 stór lauk­ur, saxaður

200 g fersk­ir svepp­ir

250 g gul­ræt­ur

50 g þurrkuð epli

50 g þurrkaðar apríkós­ur

6 sneiðar af grófu brauði (þessu má sleppa)

1 dl rjómi

1 dl vatn

2 tsk græn­metiskraft­ur

½ tsk sal­vía, má vera meira

½ tsk svart­ur pip­ar

1 tsk or­egano

Aðferð: 

Leggið epl­in í bleyti í kalt vatn ásamt apríkós­um. Það má líka nota ferskt epli og fersk­ar apríkós­ur - það er alls ekki verra. 

Setjið smjörið í pott og kveikið und­ir. Skerið lauk­inn og svepp­ina frek­ar smátt og setjið út í smjörið. Látið þetta krauma í fimm til tíu mín­út­ur. Hreinsið gul­ræt­ur og rífið þær niður frek­ar gróft og bætið út í. Þá eru þurrkuðu epl­in og apríkós­urn­ar tekn­ar úr vatn­inu og skorn­ar smátt og bætt út í. Nú er kryddið sett út í. Þá er brauðið skorið í ten­inga og bætt út í. Hrærið vel sam­an.

Það er ekk­ert verra að búa fyll­ing­una til dag­inn áður en kalk­únn­inn er eldaður. Þá tek­ur hún sig ennþá bet­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert