Tortillur með parmaskinku og fetaostamulningi

Þvílíkt girnilegar tortillur.
Þvílíkt girnilegar tortillur. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Berglind Guðmundsdóttir, matarbloggari á Gulur, rauður, grænn og salt, útbjó tortillur á dögunum sem slógu algerlega í gegn.

8 tortillakökur, t.d. frá Casa fiesta
200 g mozarellaostur, rifinn
175 g fetaostur
1 tsk. chiliduft
smá ólífuolía
jalapeno, smátt skorin, t.d. frá Casa fiesta
2-3 msk kóríander, ferskt
paprikukrydd

  1. Gerið ostamulninginn með því að blanda saman fetaosti, mozzarella, chilídufti ásamt smá olíu í matvinnsluvél.
  2. Skiptið ostablöndunni niður á 4 tortillakökur. Látið jalapeno, parmaskinku og kóríander yfir ostinn. Leggið tortillakökurnar sem eftir eru ofan á tortillurnar með ostinum og pressið þeim lítillega saman. Penslið með olíu og stráið paprikukryddi yfir.
  3. Setjið tortillurnar á bökunarplötu og leggið álpappír yfir. Bakið í ca 5-10 mín við 220°c hita. Takið þá álpappírinn af og bakið í um 5 mínútur til að fá lit á tortillurnar. Annar möguleiki er að steikja tortillurnar á pönnu við meðalhita.
  4. Tekið úr ofni, leyfið að kólna lítillega og skerið svo og njótið.
Svona leit þetta út áður en þeim var smellt saman. …
Svona leit þetta út áður en þeim var smellt saman. Annars eru mjög góðar leiðbeiningar inni á Gulur, rauður, grænn og salt. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert