Valentína Björnsdóttir framkvæmdastjóri Krúsku og Móður Náttúru skrifaði pistil um dásamlegt rabbabara-chutney. Hér kemur uppskriftin.
Austur á Indlandi er hefð fyrir því að bera fram kryddaðar sultur með matnum sem kallast Chutney. Oftast eru þau frekar sterk og ljá máltíðinni framandi blæ. Að virðingu við rabarbarann ákvað ég að kippa með mér nokkrum stilkum, og reyna við chutneygerð. Úr varð þessi uppskrift ,hver og einn verður að finna út sinn styrkleika. Þessi uppskrift er ekkert mjög sterk en leikur vel á alla bragðlaukana og gefur hita í kroppinn.
Rabarbara chutney
2 tsk cumminfræ
2 tsk corianderfræ
8 heilar cardamommur
1 kanelstöng sjóða með í ca 1 klst
1 epli skorið í bita
30 döðlur skornar í bita
1 bolli rúsínur
1 bolli appelsínusafi
2 rauð chilli
1 tsk rauðar chilliflögur þurrkaðar (smekksatriði)
700 gr rabarbari sneiddur
6 msk engifer gróft saxaður
3 dl hunang
4 myntulauf sett útí í restina
1 bolli pekanhnetur góft saxaðar
svartur pipar
salt
Ristið
kryddin í potti í ca 1 mín hrærið stöðgt í passið vel að þau brenni
ekkiSetjið allt annað hráefni útí nema myntu og pekanhnetur og látið
sjóða við vægan hita í 1 til 2 tíma.Bætið útí myntu og pekanhnetum í
lokin saltið og piprið eftir smekk. HÉR er hægt að lesa fleiri pistla.