c

Pistlar:

15. janúar 2012 kl. 10:02

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Morgundrykkir

grapefruit.jpgMér berast reglulega fyrirspurnir um það hvernig ég búi til ýmsa drykki sem ég byrja yfirleitt daginn á að drekka. Þótt ég hafi gefið uppskriftir af sumum þeirra áður, ætla ég að gefa hér aftur uppskrift að græna djúsnum sem ég drekk reglulega. Jafnframt kemur hér uppskrift að „hristing fyrir frumuhimnurnar", en hann er úr bókinni Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokk, sem er eftir Dr. Peter J. D‘Adamo.

Græni djúsinn - uppskriftin kemur frá vinkonu minni Sollu á Gló. Setjið í blandara:
1 agúrku
2-3 sellerístöngla
1 hnefi af káli - t.d. spínati, grænkáli, steinselju
½-1  límóna
3-4 sm engiferrót, afhýdd ef hún er ekki lífrænt rætkuð
3-5 dl vatn)
Grænmetið saxað áður en það er sett í blandara. Öllu blandað vel saman - djúsinn svo sigtaður í gegnum grisju.

Hristingur fyrir frumuhimnurnar
Þennan drekk ég reglulega, þótt í bókinni hans D‘Adamo sé hann sérlega ráðlagður fyrir þá sem eru í B-blóðflokki. Svo skemmtilega vill til að ég fékk óstjórnlega löngun í hann í gær og sit því hér og drekk hann á meðan ég skrifa þennan pistil.
170-200 ml safi úr rauðu greipaldin - 2 greipaldin er hann er gerður úr ferskum safa, en einnig má kaupa tilbúinn safa, sem er auðvitað bestur úr lífrænt ræktuðu greipaldini
1 matskeið hörfræsolía - ég nota UDO‘s 3-6-9
1 matskeið lesítín-korn
Allt sett í blandara og þeytt vel saman

Þessi safi hefur sérlega góða aflgjafa fyrir ónæmis- og taugakerfið og má drekka hann daglega á fastandi maga. Lesítín er fituefni (lipid) sem er í dýrum og plöntum og hefur bætandi eiginleika fyrir efnaskipta- og ónæmiskerfin. Í hristingnum er mikið af kólíni (B-vítamínum), seríni (amínósýrum) og ethanolamíni (phospholipid=ýmis fituefnasambönd), sem skipta máli fyrir þá sem eru í B-flokki - og reyndar aðra blóðflokka líka J

Heimildir: Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokk eftir Dr. Peter J. D‘Adamo
Neytendaupplýsingar: Allt hráefni í drykkina fæst í heilsuvöruverslunum eða matvörumörkuðum.

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira