Eftirfarandi upplýsingar um gúrkur voru nýlega birtar í The New York Times undir dálkaheitinu Spotlight on the Home, en þar draga þeir fram skapandi og skemmtilegar leiðir til að leysa algeng vandamál. Sum þessara ráða eru algerlega geggjuð, önnur hafa heyrst áður, en þau sýna bara hversu mikilli orku og efnum jurtaríkið býr yfir.
Í gúrkum er að finna öll helstu vítamínin sem þú þarfnast daglega, því í einni gúrku má finna B1, B2, B3, B5 og B6 vítamín, fólin sýru, C vítamín, kalk, járn, magnesíum, fosfór, kalíum og sink.
Ef þú finnur fyrir þreytu síðari hluta dags er ágætt að velja frekar að teygja sig í gúrku en koffínhlaðinn gosdrykk. Í gúrkum er mikið af B vítamínum og kolvetnum, sem geta veitt þér aukaorku sem endist í nokkrar klukkustundir.
Þolirðu illa móðuna sem hleðst á baðherbergisspegillinn eftir sturtubað? Prófaðu að pússa spegilinn með gúrkusneið. Það losar þig við móðuna og myndar um leið róandi ilm.
Eru lirfur og sniglar að eyðileggja garðbeðin þín? Settu nokkrar sneiðar af gúrku í litla kökudós úr áli og garðurinn þinn verður laus við þessi sníkjudýr allt sumarið. Efnin í gúrkunni mynda efnahvörf við álið og við það myndast lykt sem mannfólkið nemur ekki en ertir svo sníkjudýrin að þau flýja af svæðinu.
Ertu að leita að hraðvirkri og auðveldri leið til að losna við appelsínuhúð áður en þú ferð út á lífið eða í sund? Prófaðu að nudda einni eða tveimur gúrkusneiðum yfir vandamálasvæðið í nokkrar mínútur. Plöntunefnin í gúrkunni valda því að kollagenið í húðinni þéttist og styrkir ytri hluta húðarinnar, svo það dregur úr sýnileika appelsínuhúðarinnar. Þetta virkar líka vel á hrukkur - enda hafa gúrkumaskar lengi verið notaðir sem fegrunarráð.
Viltu forðast þynnku eða ömurlega höfuðverki? Borðaðu þá nokkrar sneiðar af gúrku áður en þú ferð að sofa og þú vaknar hress og höfuðverkjalaus. Í gúrkum er nægilega mikið af sykri, B vítamínum og rafvaka (electrolytes) til að endurnýja þau nauðsynlegu næringarefni sem líkaminn tapaði og koma á jafnvægi, svo forðast megi bæði þynnku og höfuðverk.
Ertu að leita leiða til að losa þig við hungurtilfinninguna síðdegis eða á kvöldin? Gúrkur hafa verið notaðar öldum saman meðal annars af veiðimönnum, kaupmönnum og landkönnuðum sem skyndibiti til að slá á hungurtilfinninguna.
Ertu á leið á mikilvægan fund eða í atvinnuviðtal og tekur allt í einu eftir að þú hefur gleymt að pússa skóna þína? Nuddaðu nýskorinni sneið af gúrku yfir skóna og efnin í henni mynda endingargóðan gljáa, sem lítur ekki bara vel út heldur hrindir líka frá sér vatni.
Ertu búinn með WD 40 og þarft að laga ískrandi löm? Taktu gúrkusneið og nuddaðu henni yfir lömina og ískrið heyrir fortíðinni til.
Þegar stressið tekur yfir og þú hefur ekki tíma til að fara í nudd, andlitsbað eða gufu, taktu þá heila gúrku, skerðu hana niður og settu í pott með sjóðandi vatni. Efnin og næringin í gúrkunni losna út í sjóðandi vatninu og streyma út í gufunni, sem býr til róandi og slakandi ilm sem hefur sýnt sig að slakar á streitu hjá nýbökuðum mæðrum og háskólanemum í lokaprófum.
Nýkomin úr hádegismat og kemst að raun um að þú ert ekki með mintu eða tyggjó til að hreinsa munninn? Taktu gúrkusneið og þrýstu henni með tungunni að efrigómnum í svona 30 sekúndur til að losa þig við andremmu. Þannig drepa plöntuefnin í gúrkunni bakteríurnar í munni þínum sem valda andremmunni.
Ertu að leita að „grænni" leið til að hreinsa blöndunartæki, vaska og ryðfrítt stál? Taktu þá sneið af gúrku og nuddaðu það yfirborð sem þú vilt hreinsa með henni. Hún leysir ekki bara upp eldgamla flekki og fær tækin til að skína, því hún skilur ekki eftir sig rákir og skaðar hvorki fingur þína né neglur meðan þú þrífur.
Varstu að skrifa með penna og gerðir mistök? Taktu hýði af gúrku og nuddaðu því hægt yfir pennaskriftina til að eyða henni. Þetta virkar líka vel á lita- og merkipennaför sem börn skreyta stundum veggina með.
Neðst í greininni hjá New York Times segir svo. Deildu þessu með öllum þeim sem eru að leita betri og öruggari leiða til að leysa dagleg vandamál. Þannig hafa þessar ráðleggingar meðal annars ratað inn á Wiki Answers - og svo núna inn á Smartlandið, enda eru gúrkur greinilega geggjaðar.