c

Pistlar:

27. október 2017 kl. 14:08

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Sykur og sykur ekki það sama

Ég rakst nýlega á grein á netinu þar sem fjallað er um nokkrar staðhæfingar um sykur og þá staðreynd að sykur og sykur (glúkósi) er ekki það sama. Sjálf hef ég skrifað margra greinar um skaðsemi sykurs og því fannst mér mikilvægt að koma þessum upplýsingum á framfæri. Þær skipta máli því hitaeiningaríkar og næringarsnauðar fæðutegundir (sykur) hafa ekki einungis slæm áhrif á ástand þarmanna, candida sveppasýkingu og þyngdarstjórnun, heldur valda þær líka bólgum í líkamanum. Sykur úr ávöxtum og grænmeti (kolvetni) hefur allt önnur áhrif á líkamann.

Ef þú vilt fræðast meira um bólgur og bólgusjúkdóma, sem teljast orsök að öllum helstu heilsufarsvandamálum okkar, og náttúrulegar leiðir til að losna við bólgur geturuð fundið fullt af upplýsingum í nýjustu bók minni HREINN LÍFSSTÍLL.

ALLUR SYKUR ER SLÆMUR
Reyndar ekki rétt, því það er munur á sykri og sykri. Glúkósi, sem er einfalt form sykurs í plöntum, er það kolvetni sem frumurnar í líkama okkar nota, sem sína helstu orkuuppsprettu. Án glúkósa gætu heilar okkar ekki starfað eðlilega og sú skerðing gæti komið fram í þáttum eins og ákvaðanatökum, sjálfstjórn og almennri starfsemi hugans (heilaþoku).

Þetta þýðir þó ekki að við þurfum að byrja að raða í okkur sykruðum sætindum. Mun heppilegra er að velja frekar kolvetni (sykur) úr ávöxtum og grænmeti, frekar en úr sykruðum gosdrykkjum og sælgæti, því þannig getum við veitt líkamannum þann glúkósa sem hann þarf á að halda út náttúrulegum afurðum. Því er frábært að neyta ferska ávaxta og grænmetis eða velja þessar afurðir frosnar, sé ekki annað í boði. Einnig er hægt að borða niðursoðna ávexti, þá soðna niður í vatn eða eigin safa.

ALLUR SYKUR VERÐUR AÐ FITU
Reyndar er það ekki heldur rétt. Sykurinn sjálfur verður ekki samstundis að fitu í líkamanum. Líkaminn býr til fitu úr umfram hitaeiningum, sem við brennum ekki sem orku.

Hér er stutt skýring á því sem gerist:

  • Fæðan brotnar niður í gegnum meltingarferlið í glúkosa og hluti af honum fer beint í gegnum þarmana út í blóðið.
  • Það veldur því að brisið framleiðir insúlín (brisið = líffæri sem er mikilvægt meltingarferlinu og er hluti af innkirtlakerfi líkamans – insúlín = er hormón sem framleitt er af beta-frumum briskirtilsins og sér um að stýra niðurbroti á kolvetnum og fitu í líkamanum og umbreyta í orku).
  • Insúlín gefur frumum líkamans merki um að taka strax á móti glúkósa sem orku eða að geyma hann til síðari tíma.
  • Sá glúkósi sem við fáum í gegnum fæðuna og notum ekki strax sem orku geymist sem glýkógen (glýkógen = helsta aðferð líkamans til að geyma umfram glúkósa; glýkógen er geymt í lifur, vöðvum og fitufrumum í íkamanum til notkunar síðar sem orka).

Jafnvægi á glúkósa í blóði i er nauðsynlegt til að líkaminn starfi sem best. Til að viðhalda þessu jafnvægi, umbreyta líkamar okkar uppsöfnuðu glýkógeni aftur í glúkósa, í hvert sinn sem glúkósamagn í blóði (blóðsykur) fellur niður fyrir ákveðin mörk, og sendir það inn í blóðið til notkunar sem orku.

Aftur á móti er umframmagni af glúkósa í blóði umbreytt í fitu sem safnast saman í fitufrumum víðsvegar í líkamanum.

SYKUR VELDUR ALLTAF SVEIFLUM Í BLÓÐSYKRI
Þessi staðhæfing ræðst af því formi sykurs sem við neytum. Kolvetni hafa mest áhrif á blóðsykurmagnið. Sykur, ásamt sterkju og trefjum, eru kolvetni.

Eins og fram kemur fyrr í greininni umbreytir líkaminn mestu af þeim sykri sem við neytum í glúkósa. Þær afleiðingar sem það hefur á blóðsykurmagnið ráðast þó af því hvers konar kolvetni það eru sem við neytum.

Ferskir ávextir innihalda til dæmis náttúrulegan sykur, en þeir innihalda líka trefjar. Trefjar hægja á meltingunni, sem þýðir að það hægir á losun glúkósa út í blóðið. Þess vegna helst glúkósamagnið í jafnvægi og leiðir ekki til þeirrar hækkunar á blóðsykri sem fylgir neyslu á unninni fæðu eins og kökum og sælgæti.

Ferskir ávextir í eftirrétt eru því tilvalinn kostur – en ef kakan er of freistandi til að sleppa henni, þá má fá sér “Stellusneið” (hugtak notað í minni fjölskyldu yfir litlar kökusneiðar) af köku (glútenlausri fyrir þá sem vilja forðast glúten) með ferskum ávöxtum.

Heimildir: Gluten Free Gigi

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún ruddi brautina þegar hún hóf að halda sjálfsræktarnámskeið árið 1990. Síðan þá hefur hún haldið fjölda námskeiða tengt heilsu og sjálfseflingu, aðallega kvenna, þótt karlmenn hafi líka slæðst með. Að auki hefur hún haldið fyrirlestra, bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur einnig skrifað tuttugu bækur og fjölda greina, bæði á eigin vefsíðu - gudrunbergmann.is - og í blöð og tímarit. Nokkrar bóka hennar hafa verið gefnar út erlendis, bæði í Bandaríkjunum, Noregi, Austurríki og Þýskalandi. Þú finnur hana líka á YouTube og á Instagram.

Meira