c

Pistlar:

14. september 2016 kl. 22:24

K Svava (ksvava.blog.is)

Keyrum þetta í gang!

Fór í fyrsta tímann hjá Lilju í dag, þetta var virkilega góður fyrsti tími.  Hæfilega erfiður en klárlega eitthvað sem býður upp á að taka vel á því og ég tala ekki um hvað þetta er frábær hópur sem er þarna saman kominn í þetta skemmtilega verkefni, að breyta um lífsstíl.  Við ævintýrakonurnar fjórar fundum mikinn stuðning frá hinum skvísunum og erum sko algjörlega klárar í slaginn og ætlum auðvitað að verða flottustu klappstýrunar fyrir hinar líka.  Það er svo mikilvægt að hafa gott hugarfar og hafa gott fólk í kringum sig, sem bæði keyrir sig áfram og styður aðra og ótrúlegt, að vera í sal fullum af ókunnugu fólki, sem er að hvetja mann til að gera sitt besta... hvernig getur það klikkað? 

Ég er gífurlega spennt fyrir vetrinum og get ekki beðið eftir að taka vel á því og koma þessu í góða rútínu þarna hjá Sporthúsinu, það er allt hægt ef að viljinn er fyrir hendi.  Fórum einmitt í tíma hjá Anítu Sig eftir púlið og hún ræddi það einmitt, að takast á við afsakanir og neikvæðni.  Ég hef mjög oft afsakað mig af tímaleysi og oft alveg satt en stundum átti maður smá kósýheit fyrir framan sjónvarpið sem hefði að öllu jöfnu nýst betur í ræktinni og hver hefur ekki upplifað það?  Í dag er ég bæði í fullri vinnu, í MBA námi og með heimili og það eru ekki margir lausir klukkutímar í mínum sólahring en með skipulagningu, þá skal þetta hafast.

Ef ég get þetta og allir hinir snillingarnir, þá getur þú þetta líka.  Vertu með og keyrum þetta í gang fyrir veturinn.

K Svava

K Svava

Létt geggjuð háskólamær í fullri vinnu sem ætlar að taka nýjan lífstíl í nefið! Meira