Pistlar:

11. nóvember 2024 kl. 15:37

Linda Sigríður Baldvinsdóttir (lindabald.blog.is)

Mótþrói við lífið

Ég veit ekki með þig sem þetta lest en ég á það til að fara í mótþróa við lífið þegar erfið verkefni banka uppá hjá mér í lífinu og ég gleymi hreinlega að huga að sjálfri mér og því hvað væri best fyrir mig að gera við það sem var sett í fang mér hverju sinni.

Þessi mótþrói lýsir sér oft með því að ég verð reið út í lífið og fer að refsa því með því að hugsa ver um mig en ella og ég dett í vanþakklæti og fýlu útí Guð og líklega menn einnig þó að ég viti að það þýðir líklega lítið.

Mótþrói gagnvart lífinu, eða viðnámið sem við finnum gagnvart því að fylgja straumi lífsins, er oft flókin blanda tilfinninga, minninga og viðbragða sem byggja á fyrri reynslu okkar persónuleika og aðstæðum. Þessi viðbrögð koma stundum fram í formi ótta, kvíða, reiði eða sjálfsóöryggis. 

Það sem gerist hjá okkur er að sjálfstalið okkar verður á frekar sjálfsvorkunnarlegum nótum og við hreinlega leyfum okkur að gefast upp og hætta að reyna að fá út úr lífinu það sem okkur langar til að það gefi okkur. 

Við höfum flest tilhneigingu til að forðast eða fresta því að takast á við erfiðu verkefni lífsins vegna þess að þau vekja upp óþægilegar tilfinningar eins og óttann við mistök eða afneitun og mótþróinn verður því einhverskonar konar varnarviðbragð við því óöryggi sem við teljum að gæti skaðað sjálfsmynd okkar eða tilfinningalegt jafnvægi.

Margir upplifa breytingar sem ógnvekjandi ástand og flest finnum við fyrir því á stundum eins og þegar við verðum svo vanaföst að við getum ekki einu sinni hugsað okkur að setjast á annan stól við eldhúsborðið en þann sem við sitjum alltaf í :) Þessi innri ótti við breytingar og eins við það að gera mistök getur leitt til þess að við reynum að forðast áskoranir, óttumst framtíðina og höldum í gamlar en öruggar venjur. Þegar við leyfum þessum ótta að stjórna okkur lokar hann fyrir möguleikana á vexti okkar og velgengni í lífinu sjálfu og það er lítið smart.

Sjálfsmyndin okkar gegnir einnig mikilvægu hlutverki í því að við förum í mótþróa við lífið.

Við höfum sterka tilhneigingu til að vernda sjálfsmynd okkar hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð. Til dæmis, ef við höfum sterka trú á að við séum "ekki nógu góð" eða "ekki fær um að ná árangri," sköpum við mótþróa gagnvart þeim breytingum eða tækifærum sem ögra þessari neikvæðu sjálfsmynd. Þessi mótstaða getur þannig fest okkur í sjálfsköpuðum takmörkunum, þar sem við verjum rótgrónar hugmyndir um okkur sjálf jafnvel þó þær séu hamlandi og hafi slæm áhrif á lífsskilyrði okkar.

Mistök og óttinn við að gera þau er oft undirliggjandi orsök mótþróa. Þetta getur verið hluti af okkar innri röddu sem segir okkur að mistök séu óásættanleg eða að þau hafi alvarlegar afleiðingar fyrir sjálfsvirðingu okkar. Þessi ótti við mistök getur leitt til þess að við forðumst áskoranir, óttumst um framtíðina og höldum í gamlar öruggar venjur sama hvað þær kosta okkur. Þegar við leyfum þessum ótta að stjórna okkur, verður mótþróinn sterkur þáttur í lífi okkar og hann lokar fyrir möguleikana á þróun okkar og vexti til góðs.

Okkar innri mótþrói getur einnig tengst þeim stöðuga samanburði við aðra sem margir upplifa. Við verðum oft óánægð þegar við berum okkur saman við árangur annarra og finnum fyrir vanmáttarkennd. Þetta getur aukið mótþróa gagnvart því að taka skref fram á við og við finnum fyrir því að við missum trú á eigin getu og hæfileika. Samanburðurinn skapar þannig tilfinningu fyrir að vera „of smár“ eða „ekki nægilega góður,“ sem endurspeglast í sjálfseyðandi hegðun og hugsanamynstri.

Upplifanir úr fortíðinni, þar á meðal uppeldisáhrif og fyrri sambandstengsl geta haft djúpstæð áhrif á hvernig við bregðumst við nýjum aðstæðum og áskorunum. Ef við höfum alist upp við að fá neikvæða endurgjöf eða að uppeldið hafi verið mjög strangt getum við átt erfitt með að trúa á eigin getu og orðið mjög móttækileg fyrir ótta og eigum því erfiðara með að takast á við nýjar áskoranir og frestum því eins lengi og stætt er.

En hvernig getum við sagt mótþróanum stríð á hendur og sigrað hann?

Jú í þessu tilfelli eins og flestum öðrum er sjálfsþekkingin til allra hluta nytsamleg og við þurfum að athuga hvaðan við komum. Hvers vegna er vanafestan svona mikilvæg fyrir okkur og afhverju eigum við erfitt með að axla ábyrgð og koma okkur úr sporunum. Hvers vegna upplifi ég mótþróa þegar lífið gengur ekki upp að einhverju leiti og er ég full/ur af afbrýðisemi gagnvart þeim sem vel gengur í lífinu eða er ég of mikið eða lítið af einhverju?

Þannig að í þessu tilfelli er hugsunin og álit okkar á eigin getu það fyrsta sem þarf að huga að eins og ávalt. 

Dagbókarskrif geta hjálpað mikið í sjálfsþekkingarleitinni og jákvætt sjálfstal er hrein nauðsyn til að koma sér út úr hjólförunum.

Sjálfsástin er einnig mikilvægur þáttur í lausnarferli mótþróans og við þurfum svo sannarlega að hætta að einblína á mistök okkar eða gallana. Fögnum litlum sigrum og viðurkennum eigin framfarir í stað þess að horfa á aðra og klöppum okkur á öxlina þegar illa gengur og segjum okkur að þetta gangi bara betur næst.

Við höfum vald yfir eigin hugsun, viðhorfum og viðbrögðum og ættum aldrei að gleyma því. Svo veljum vel hugsanir okkar og viðhorfin gagnvart okkur sjálfum og þar með líklega viðbrögðum okkar við áreiti lífsins.

Þakklæti, slökun og núvitund eru allt góðar leiðir á leið okkar að lausn á mótþróanum og eins og alltaf er best að byrja á því að byggja upp sjálfstraust okkar og opna okkur fyrir nýrri reynslu.

Og eins og alltaf er ég einungis einni tímapöntun í burtu ef þú vilt vinna með þitt sjálfstraust og sjálfsþekkingu.

Þar til næst elskurnar,

Ykkar Linda

Linda Baldvinsdóttir

Lífsmarkþjálfi og samskiptaráðgjafi.

linda@manngildi.is

Þar til næst elskurnar,

15. október 2024 kl. 14:30

Er von fyrir sambönd sem myndast eftir fimmtugt?

Ég hef oft velt því fyrir mér hvort að það sé erfiðara fyrir þá sem komnir eru yfir miðjan aldur að mynda ástarsamband sem endist um ókomin ár, því að ég heyri mikið talað um hversu erfitt það sé að mynda sambönd á þessum gasalega virðingaverða aldri.   Mín skoðun er samt sú að það ætti jafnvel að geta verið auðveldara að sumu leiti ef vel er að gáð. Á miðjum aldri (50-60 ára)erum við komin meira
27. ágúst 2024 kl. 14:07

Ertu búin á því?

Venjulegur dagur hjá mæðrum og feðrum dagsins í dag er kannski ekki svo venjulegur þegar allt kemur til alls. Vísitölufjölskyldan inniheldur mömmu, pabba og tvö börn sem líklega eru á leikskóla og í skóla og það er nóg að gera frá morgni til kvölds. Dagurinn byrjar yfirleitt snemma með morgunmat, nestispökkun, að láta börnin klæðast,bursta og greiða áður en haldið er af stað með þau á meira
6. ágúst 2024 kl. 21:14

Er lífsmarkþjálfun það sem þú þarft á að halda?

Stundum hefur mér fundist að þeir sem vilji sjá breytingu á lífi sínu haldi að það sé nóg að horfa á video, fara á helgarnámskeið eða hlusta á einn og einn fyrirlestur til að lífið stökkbreytist til hins betra, en raunin er svo sannarlega önnur. Það er ekki spurning um það að með öllu þessu getur fólk fengið tímabundinn innblástur og hvatningu, og ég hvet þig alltaf til þess að fara á námskeið eða meira
9. júní 2024 kl. 23:49

Hvers vegna klúðrum við seinni samböndum okkar?

Er ekki mál til komið að stelpan ég fari að skrifa um ástarsambönd á miðjum aldri eða sambönd sem hefjast löngu eftir að við höldum að samband geti einfaldlega ekki átt sér stað?  Ég hef svo sannarlega þurft að kyssa nokkra froska á mínum tæplega 64 árum og ég hef lent í allskonar ævintýrum í minni leit að MR.Perfect, en hey -þau ævintýri hafa kennt mér að sambönd eru eins og hvert annað meira
3. maí 2024 kl. 18:57

Lífið er töff og engum var lofað neinu öðru!

Erfiðleikar eru hluti af lífinu sem við lifum og öll fáum við verkefni sem eru okkur stundum það erfið að þau reyna á allt sem við eigum, og þau ná stundum að beygja okkur eða brjóta. Þó er því þannig farið að í erfiðleikunum leynast sprotar að nýjum tækifærum ef við leyfum okkur ekki að falla í gryfju sjálfsvorkunnarinnar. Ég geri mér grein fyrir því að sum verkefnin sem við fáum til úrlausnar meira
24. mars 2024 kl. 13:49

Lífið er ástarsaga

Ég held að við hugsum alltof lítið um það hversu mikil gjöf lífið sjálft er og ég held að við áttum okkur stundum ekki á því að við erum að skrifa okkar eigin ástarsögu dag hvern. Þau innihaldsefni sem við þurfum ef við ætlum að hafa söguna okkar fallega og þess virði að hún sé lesin af okkur og öðrum eru all mörg og hér eru nokkur þeirra; Sjálfsást: Þegar ég tala um sjálfsást þá er hún langt frá meira
26. febrúar 2024 kl. 15:43

Hvað fær okkur til að sýna ókurteisi á netinu?

"Kurteisi er samskiptaform sem auðveldar tjáskipti milli tveggja eða fleiri einstaklinga" Þannig er orðið kurteisi útskýrt á Wikipedia. En orðið kurteisi er upphaflega notað um þá sem kunnu sig innan hirðar konungs og taldir voru hæfir til að umgangast tignarmenn vegna góðrar og fallegrar framkomu. Í ljósi umræðunnar að undanförnu um kommentakerfin og ljótleikann sem finna má þar, finnst mér mál meira
29. janúar 2024 kl. 15:00

Eru græn flögg í þínu sambandi?

  Ég rakst á grein um daginn þar sem talað var um grænu flöggin sem við ættum að vera að leita að þegar við hittum nýtt tilvonandi viðhengi (maka) sem passa á inn í líf okkar og mér fannst þetta svolítið sniðugt sérstaklega í ljósi þess að ég hef skrifað þó nokkra pistla um rauðu flöggin  Sjá hér en ekki þau grænu þar til nú að ég ætla að bæta úr því. Grænu flöggin eru semsagt þau meira
5. janúar 2024 kl. 14:01

Gerum þetta ár betra

Um áramót lít ég til baka og skoða með sjálfri mér hvað ég hafi getað lært af árinu sem nú er horfið í aldanna skaut og eins lít ég fram á veginn og hugsa hvernig ég gæti bætt líf mitt og þá í leiðinni þeirra sem mér þykir vænt um. Þetta ár hefur verið nokkuð lærdómsríkt fyrir mig persónulega þar sem ég hef þurft að viðurkenna mig að einhverju leiti sigraða vegna ónýtrar mjaðmakúlu sem tók frá mér meira
11. desember 2023 kl. 13:09

Stundin þar sem orrustan stöðvaðist

Í huga okkar flestra eru jólin hátíð gleðinnar, pakkanna, konfektsins og fjölskylduhittinganna, og það er dásamlegt til þess að hugsa að við sem erum af minni kynslóð og þeim sem yngri erum höfum haft tækifæri á því að setja jólin í þetta samhengi í huga okkar.  Jólin hafa þó ekki alltaf þessa merkingu í hugum manna, þó svo sannarlega hafi verið reynt að skapa anda þeirra í hinum ýmsu meira
23. nóvember 2023 kl. 21:23

Sjúkt kynlíf narsisstans

Ég hef skrifað töluvert um andlegt ofbeldi, narsissma og fleira sem tengist veikum samskiptum í gegnum tíðina en uppgötvaði um daginn að ég hef lítið fjallað um birtingamynd kynlífsins í þeim samskiptum.  Ég ákvað þess vegna að afla mér upplýsinga hér og þar og langaði einnig að kanna hvort það væri til eitthvað sem héti kynferðislegur narsissmi.  Og viti menn - já það er svo sannarlega meira
24. október 2023 kl. 13:21

Á ég að elska mig - er það ekki bara eigingirni?

Í heimi sem krefst af okkur óheyrilegs vinnuframlags og á tímum þar sem kulnun virðist einungis aukast og þá aðallega hjá konum og yngra fólki samkvæmst nýjustu könnunum þá held ég að það sé ekki úr vegi að ræða aðeins um leiðir sem gætu spornað við þessari geigvænlegu þróun. Sjálfsmildi eða sjálfssamkennd er leið sem kennir okkur að taka af okkur autostýringuna og setja í manual gírinn svo að við meira
20. september 2023 kl. 17:37

Blár lifnaður

Ég hef undanfarin kvöld verið að horfa á þætti á Netflix sem kallast "Live to 100-The secret of the Blue Zones". Í þessum þáttum er skyggnst inn í líf nokkurra aðila í samfélögum sem þekkt eru fyrir háan aldur íbúanna og nefnast staðirnir the Blue Zones. það sem helst vakti athygli mína í þessum þáttum var hversu mikilvæg samfélagsgerðin er og eins hversu mikilvægt það er að eiga sterk og góð meira
10. ágúst 2023 kl. 14:37

Ertu átakafælinn?

Ég held að við flest lendum í þeim aðstæðum að okkur finnst betra að þegja en að segja það sem okkur býr í brjósti en erum líklega samt ekki ánægð með okkur þegar það gerist. En hvers vegna erum við átakafælin?  Jú líklega eru nokkrar ástæður fyrir því og er meðvirkni að mínu mati sökudólgurinn í mörgum tilfellum þar. Við viljum ekki búa til leiðindi í vinahópnum, sambandinu eða meira
7. júní 2023 kl. 14:17

Er ég elskandi eða meðvirkur í samskiptum mínum?

Það er mikið talað um meðvirkni í dag og svo sannarlega á sú umræða rétt á sér þar sem við erum afar meðvirk þjóð að mínu mati, en öllu má nú ofgera þó. Hvar erum við stödd þegar allt sem við gerum fyrir aðra er kallað meðvirkni, þar sem kærleikur og umhugsun varðandi fólkið sem er í kringum okkur er á undanhaldi vegna þess að ég á bara að hugsa um mig og vera ekki meðvirk? Að allt sem skiptir meira
4. maí 2023 kl. 20:35

Tími regnkápu,bikínis, grills og gleði

Enn eitt sumarið og þessi stelpa er afar þakklát fyrir að fá að lifa sumar númer 62. Nú vonast hún til að eiga ljúft sumar þar sem hún fær að ferðast, grilla, liggja í sólinni, taka göngutúr í fjörunni og fleira skemmtilegt.  Lífið er bara eins og það er og að sitja heima súr og bitur yfir því að það sé kalt og rigningarsamt gerir ekkert annað en að gera mann brjálaðan og það eyðileggur meira
3. apríl 2023 kl. 10:32

Fallegt fólk á í erfiðleikum með að finna sér maka

Jæja nú er fokið í flest skjól að mínu mati þegar hjónabandið á undir högg að sækja hjá þeim sem fegurst eru, og hjónaböndin virðast ekki endast jafn lengi hjá þeim og þeim sem ófríðari eru, en þannig er það þó að sögn Harvard háskóla sem gerði könnun þar sem borin var fram spurningin "Eiga fallegir betri sambönd en þeir sem ófríðari eru?"  Þessari könnun var stýrt af Christine meira
6. mars 2023 kl. 14:47

Brýrnar 6 í Feneyjum

Í Feneyjum má finna 6 tignarlegar brýr sem höggnar eru út sem hendur sem vefjast saman með fingrunum og táknar hvert og eitt handartak einn af eftirtöldum kostum eða mannlegum verðmætum svo sem visku,von,kærleika,hjálp,trú og vináttu. Brýrnar sem eru 15 metra háar og 20 metra langar eru hannaðar af Lorenzo Quinn nokkrum sem er sonur Anhony Quinn leikara sem frægastur er líklega hér fyrir hlutverk meira
27. janúar 2023 kl. 16:06

Er það gott eða slæmt?

Stjórnsemi er eitthvað sem við öll eigum í fórum okkar en misjafnt er þó hvernig við notum okkur hana. Á meðan einn hrópar hátt til að ná sínu fram eru aðrir sem nota mildari aðferðir og eða jafnvel fýlustjórnun til að ná sínu fram. Í þessum pistli ætla ég að fjalla um það sem við fáum stjórnað og ekki stjórnað ásamt því að tala um sáttina og núið.  Fyrst af öllu ber að segja að það er það meira
5. janúar 2023 kl. 15:56

18 samviskuspurningar á nýju ári

Ég er búin að rekast á þó nokkra pistla að undanförnu þar sem farið er yfir gamla árið og margir eru þeir sem ætla sér að framkvæma eitthvað mun meira og merkilegra á þessu nýbyrjaða ári en því síðasta. Það sem mér finnst þó stundum vanta í umræðuna um áramótaheitin er hinsvegar hver er ég? og hver ætla ég að vera sem manneskja á þessu ári? Ætla ég að vaxa og verða betri í því að vera ég eins og meira
16. desember 2022 kl. 18:00

Heit sturta vekur þakklæti mitt

Ég fór í langa og heita sturtu í gær eftir að hafa farið út í frostið sem hefur verið ráðandi á okkar ylhýra að undanförnu, og þar sem ég fann hvernig hitinn smá saman yfirtók kuldann í kroppnum þá fór ég að hugsa um það hversu margt hægt er að þakka fyrir þrátt fyrir allt og allt, og Guð einn veit að ég hef þurft að seilast frekar djúpt þessa dagana til að finna það sem þakka ber. Þetta ár er meira
29. nóvember 2022 kl. 16:35

Ertu í forðun, kvíða eða kannski bara öruggur í samböndum þínum?

Mannleg hegðun hefur alltaf heillað mig og vakið hjá mér forvitni um það hvers vegna við gerum það sem við gerum og erum það sem við erum, og eru tengslamyndanir eitt af þeim áhugaverðu efnum sem í mannlegum samskiptum og samböndum er að finna, og verður umfjöllunarefni mitt í þessum pistli. Í raun má segja að við séum alltaf að leita ómeðvitað eftir svörum við eftirfarandi í samskiptum okkar og meira
20. október 2022 kl. 13:33

Gerir þú þér upp fullnægingu?

Hafið þið einhverntíman hugsað út í það hvernig kynlífið ykkar tengist stöðu ykkar í þjóðfélaginu? Dr Karen Gurney klínískur sálfræðingur sem aðallega fæst við kynlífsvísindi og við að aðstoða pör í vanda á því sviði talaði um hversu langt við konur værum raunverulega komnar í jafnréttinu þegar kæmi að svefnherberginu í fyrirlestri á Ted.com. Dr Gurney er einnig höfundur að meira
27. september 2022 kl. 12:59

Neikvæð jákvæðni

Þessi stelpa sem þessar línur skrifar er líklega þekktari fyrir að tala fyrir jákvæðni svona dags daglega í stað þess að hvetja til þess að nota hana af varúð. og eins er hún kannski þekktari fyrir því að tala fyrir því að líta á erfiðleika sem tímabundna og yfirstíganlega. Hún viðurkennir þó að jákvæðnin getur farið yfir öll mörk og gert það að verkum að við horfumst hvorki í augu við meira
6. september 2022 kl. 21:00

Það eru vampírur á meðal okkar

 Veistu Það eru til vampírur í dag, meira að segja undirförlar ofbeldisfullar vampírur  sem sjúga allt það góða sem við höfum að gefa og þær skilja okkur síðan eftir með brostnar vonir, svikin loforð, hjartasár og laskaða áfallatengda sjálfsmynd og færa sig án samvisku yfir að næsta fórnarlambi sem eins fer fyrir. Þetta er ekki endilega fólkið sem þú sérð smánað í fjölmiðlum því að þeir meira
18. ágúst 2022 kl. 17:34

Ódýrasta yngingarlyfið

Fred Rogers sagði eitt sinn að það væru þrjár leiðir að hinum fullkomna árangri, en þær væru  1.Sýndu umhyggju 2.Sýndu umhyggju 3.Sýndu umhyggju Ekki er ég viss um að hann hafi gert sér grein fyrir því að hann var einnig að gefa uppskriftina að góðri heilsu og langlífi en það virðist þó vera raunin. Rannsókn sem gerð var á kanínum árið 1978 vöktu áhuga Dr Kelli Harding prófessor í meira
8. júlí 2022 kl. 17:04

23 atriði sem segja þér hvort honum sé alvara með samband ykkar

Jæja þá ætla ég að skrifa pistil til allra sem telja sig hafa fundið ástina en eru kannski ekki alveg með það á hreinu hvernig ástfangnir menn sem ætla sér að eiga líf sitt með þér hegða sér í sambandinu (og nú ætla ég að tala frekar til kvenna þó að karlmenn geti amk tekið eitthvað af þessu til að meta gæði sambandsins sem þeir eiga. Konur og menn eru svolítið ólík í nálgun sinni í meira
7. júní 2022 kl. 23:18

Úr öskunni rís Fönixinn

Stundum þurfum við að vera grimm til að vera góð og þá er sama hvort við erum að tala um að vera grimm við okkur sjálf eða aðra þegar þannig ber undir. Margir ruglast á samkennd og meðvirkni og kannski ekkert skrýtið þar sem þetta tvennt er nánast það sama í grunninn eða kærleikur og samúð, og það verður erfitt að setja mörk og vera á bremsunni þegar þær tilfinningar eru við völd. Munurinn á þessu meira
24. apríl 2022 kl. 15:52

Hvað er orðið þitt?

Ég horfði á myndina Eat pray love með Julíu Roberts um daginn í hundraðasta skiptið líklega og að þessu sinni tók ég eftir því þegar hún var spurð að því hvað "orðið" hennar væri og hún svaraði því til eftir smá umhugsun að hún væri rithöfundur. Sá sem spurði hana sagðist þó ekki vera að spyrja hana hvað hún gerði heldur hver hún væri, og myndin snýst að mörgu leiti um leit hennar að því orði sem meira
7. apríl 2022 kl. 14:26

Er súkkulaðið betra en kynlífið eftir miðjan aldur?

Við vinkonurnar áttum gott spjall um daginn og meðal annarra skemmtilegra málefna töluðum við um kynlöngun og breytingar á henni eftir að ákveðnum aldri er náð eða þeim aldri að vera "hundleiðinlegar sextugar gerandameðvirkar kerlingar" eins og við erum stundum kallaðar af yngri kynsystrum okkar í dag.  Í samræðum okkar vinkvennanna rifjuðum við upp sögur af þeim konum sem við ólumst upp með meira
29. mars 2022 kl. 21:40

Kannast þú við yfirfærslu á tilfinningum (projection)

Það er svolítið merkilegt hversu algengt það er að við metum aðra útfrá okkur sjálfum bæði hvað varðar tilfinningar okkar viðhorf og framkvæmdir, og svo færum við það allt saman yfir á aðila sem hafa ekki hugmynd um hvaðan á þá stendur veðrið og undrast hvaðan þessar samsæriskenningar gegn þeim spretta. Ég held að ef við erum heiðarleg við okkur sjálf þá verðum við að viðurkenna að í einn eða meira
1. mars 2022 kl. 16:15

10 atriði sem þú ættir að hafa í huga ef þú ert í sambandi við giftan aðila

Að vera í sambandi við giftan aðila hefur marga ókosti og hefur veruleg áhrif á geðheilsu þína, sjálfsálit, almenna vellíðan og þú ert að fara að verða fyrir vonbrigðum hvernig sem á þetta samband er litið. Hversu óánægður sem sá gifti segist vera í hjónabandinu sínu er það alveg deginum ljósara að ef hann vildi vera með þér þá færi hann einfaldlega út úr sambandi sínu og væri með þér, og ekki meira
15. febrúar 2022 kl. 14:18

Er kynlífs og klámfíkn að eyðileggja kynlífið?

Aðal umræðuefnið í dag er nauðgunarmenningin, framkoma karla við konur og virðingaleysið sem konum hefur verið sýnd í gegnum tíðina, og það verður ekki liðið lengur segja konur dagsins í dag. Ég skrifaði pistil fyrir all mörgum árum um klám og kynlífsfíkn og finnst kominn tími á endurbirtingu hans ásamt dassi af lagfæringum á honum vegna þjóðfélagsumræðunnar, og fannst ágætt að skoða eitthvað af meira
17. janúar 2022 kl. 11:53

Viltu efla heilindi þín á þessu ári?

Gleðilegt ár elskurnar og takk fyrir gömlu góðu árin. Á nýju ári verðum við vonandi betri og betri sem manneskjur og veljum vonandi að verða heilsteyptari karakterar en við teljum okkur vera í dag, og þá er nú soldið gott að vita hvaða eiginleika þeir hafa sem bera af í þessum efnum. Sitt sýnist líklega hverjum um þau atriði sem á eftir koma og telja líklega að fáir nái á þann stað að vera meira
22. desember 2021 kl. 23:31

Gleðileg jól elskurnar

Þar sem ég sit í stofunni minni og horfi á jólatréð sem ég ætlaði varla að nenna að setja upp, þá finn ég hversu miklu máli jólin skipta þrátt fyrir Covid, Omricon eða hvað það nú er sem spillir lífinu.  Ljúfar minningar frá æskunni og jólum fortíðarinnar, ilmur af bakstri, rauðkálsgerð og hangikjöti kveikir á einhverri sérstakri tilfinningu í hjarta mér. Tilfinningu sem ég vil helst meira
5. desember 2021 kl. 16:54

Fullorðnir taka einnig líf sitt

Úfff, ég fékk vondar fréttir um daginn og ekki í fyrsta sinn sem ég fæ fréttir af þessum toga.  Kannski er það samt ekki svo óskiljanlegar þegar við skoðum hvað er að gerast í okkar fyrirmyndar þjóðfélagi og kannski víða um hinn vestræna heim. Ég hef stundum skrifað um þetta fyrirmyndarþjóðfélag áður og ætla að halda því áfram svo lengi sem einhver nennir að lesa párið mitt. En að fá fréttir meira
16. nóvember 2021 kl. 13:05

Umhyggja á óvissutímum

Á síðustu misserum höfum við Íslendingar svo sannarlega sýnt og sannað að við erum stórasta þjóð í heimi þegar kemur að því að sýna umhyggju gagnvart okkar samlöndunum á erfiðum tímum. Við höfum sungið fyrir þá eldri sem einangruð eru, við höfum sungið fyrir hvert annað og við höfum sungið fyrir þá sem veikir eru. Við höfum dansað,djókað,farið út í búð fyrir nágranna okkar og við höfum þvegið meira
13. október 2021 kl. 14:39

Lífið er svo stutt og brothætt

Ég fór að velta því fyrir mér hversvegna við notum svo stóran part af lífi okkar mörg hver í það að vera reið og pirruð eða að hafa skoðanir á hinu og þessu sem við fáum hvort eð er ekki breytt. Hvernig við sóum kærleiksstundum og gleðistundum sem við gætum átt bara til að halda í það að við séum sannleikann eða að okkar viðhorf séu það rétta hverju sinni. Það er þó þannig að í öllum tilvikum að meira
22. september 2021 kl. 12:51

Óttastu að fara í samband?

Þegar við erum orðin svona nokkuð þroskuð og lífsreynd, kannski fráskilin og misskilin eða höfum orðið fyrir sorgum eins og ástarsorg og missi maka þá er oft erfitt að gefa hjarta sitt fullkomlega og tengjast öðrum á svo nánum grunni eins og ástarsambönd eru. Að mínu viti er þetta fullkomlega eðlilegt því að þeir sem hafa farið í gegnum þau atriði sem ég nefndi hér að framan vita hversu sárt það meira
24. ágúst 2021 kl. 20:58

Hvernig færðu makann til að yfirgefa þig - 8 ráð

Við erum svo oft að skoða hvaða leiðir við ættum að fara til að láta sambönd okkar ganga upp en ég held að það geti verið okkur meinhollt að skoða stundum hvað við erum að gera sem gæti orðið banabiti sambandsins. Ég ætla hér að koma með nokkur ráð til þín sem gætu gagnast mjög vel ef ætlun þín er að ljúka sambandinu eða hjónabandinu og ég sá einhverstaðar að 11 Desember er víst algengasti meira
16. ágúst 2021 kl. 17:38

Að missa lífsviljann

Hvernig stendur á því að svo margir í þjóðfélagi okkar og reyndar víða um heim finna sig á svo einmannalegum og vonlausum stað að þeir sjá sér einungis fært að taka sitt eigið líf vegna vanlíðunar? Hvað erum við að gera rangt?  Hvaða hlutverk höfum við tekið í burtu sem áður gáfu þessum aðilum tilgang sinn? Eru fjölskylduböndin okkar orðin svo léleg að við finnum okkur óþörf í samskiptum meira
14. júlí 2021 kl. 14:03

Elskar hann þig?

Ég ákvað að skrifa soldið sumarlegan pistil í anda rauðu ástarsagnanna eða svona elskar hann mig eða elskar hann mig ekki pælingar, þó með pínulitlum undirtóni alvörunnar.  Það eru nokkur atriði sem flestir virðast vera sammála um að séu til staðar þegar karlmaður er fallinn fyrir þér, og já það er munur á kynjunum þegar að þessu kemur þó að við eigum stundum erfitt með að viðurkenna meira
28. júní 2021 kl. 15:29

Konur beita líka ofbeldi í samböndum

Í dag er mikið rætt um ofbeldi og mætti stundum halda af umræðunni að konur yrðu einar fyrir því að vera beittar ofbeldi. Mig langar hinsvegar að benda á að það er töluverður hópur karla sem verður fyrir ofbeldi af hálfu maka síns og í raun er ekki minna um það að þeir lendi í því en ofbeldið gegn konum. Það má þó segja að karlmennirnir geti valdið meiri skaða með ofbeldi sínu en konur a.m.k ef meira
25. maí 2021 kl. 12:56

Hefurðu heyrt um tilfinningalegt sifjaspell?

Ég rakst á þetta hugtak "Tilfinningalegt sifjaspell eða "covert incest" stundum einnig kallað "emotional incest"og eða "surrogate mother syndrome"í grein á netinu og fór að kynna mér málefnið á hinum ýmsu stöðum. Þetta form af sifjaspellum er alls ekki kynferðislegt þó að það sé ekki langt frá því að hafa sömu áhrif á þolandann og getur í sumum tilfellum leitt einnig til þess að hin kynferðislegu meira
29. apríl 2021 kl. 16:50

Ertu týpan sem narssistar laðast að?

Hverskonar týpur eru það sem þeir sem eru haldnir mikilli narsistískum tendensum, og ert þú í þeim hópi? Í fyrsta lagi virðast það vera aðilar sem hafa áhrif og völd sem þeir narsistisku heillast að. Þeir sem eiga farsælan feril eða eru fremstir í flokki í sínum áhugamálum, eru gæddir miklum hæfileikum hafa gott tengslanet og eða eiga valdamikla fjölskyldu. Þeir leitast eftir þeim sem meira
6. apríl 2021 kl. 15:53

Veistu hver þú ert?

"Maður þekktu sjálfan þig" er setning sem finna má í musterinu í Delfi og líklega flestir hafa heyrt, en hvað þýðir sú setning í raun?  Fyrir það fyrst þá held ég að við séum svo tengd raunheimi okkar að við þekkjum líklega eingöngu lítillega þann heim sem innra með okkur býr og gerum okkur kannski allt of litla grein fyrir því hver við raunverulega erum. Samt erum við höfundar að okkar eigin meira
17. mars 2021 kl. 11:52

Erum við fórnarlömb óttans?

Ég sá svo frábæra textamynd á netinu um daginn þar sem segir ef ég snara því yfir á okkar einstaka tungumál íslenskuna "því sem þú breytir ekki ertu að velja, lestu þetta aftur" og ég las þetta aftur og aftur og varð hugsi. Því með því að breyta ekki aðstöðu okkar eða lífi með einhverjum hætti erum við í raun að velja að hafa ástandið óbreytt ekki satt? Og hvað verður þá um fórnarlambshlutverkið meira
26. febrúar 2021 kl. 14:40

Ástin er eins og gott kaffi

Í þessum mánuði hafa verið tveir dagar sem tileinkaðir eru konunni ástinni og elskendum, og ég verð að viðurkenna að ég verð bara hálf döpur á þessum dögum sem segja mér ekkert annað en það að ég hafi ekki einhvern við hlið mér sem dekrar mig og annast.  En ekki heyra það sem ég er ekki að segja, mér finnst alveg frábært að fólk sé hamingjusamt og geti haldið uppá þessa daga með þeim sem þeir meira
16. febrúar 2021 kl. 20:45

Getur þú samþykkt alla menn óháð skoðunum þeirra?

Hefur þú heyrt söguna af mönnunum sem bundið var fyrir augun á og þeir látnir standa sitthvoru megin við fíl nokkurn? Annar hélt um ranann en hinn var aftan við fílinn og hélt um halann. Þegar þeir voru beðnir um að lýsa því sem þeir upplifðu lýstu þeir að sjálfsögðu sitt hvorum hlutnum þar sem þeir upplifðu fílinn frá sitthvorum endanum en engu að síður var þetta sami fíllinn. Er það ekki þannig meira
26. janúar 2021 kl. 15:04

Er daður á netinu framhjáhald?

Ég ákvað að það væri full þörf á því að taka þennan gamla pistil minn fram núna þar sem við notum samfélagsmiðlana sem aldrei fyrr og hafi einhverntíman verið þörf fyrir þennan pistil þá er það líklega núna. Þeir sem þekkja mig vita að Facebook er í miklu uppáhaldi hjá mér og sumum finnst nú nóg um samskipti mín á þeim miðli. Þó að ég sé mikill aðdáandi þessarar síðu þá sé ég nú samt að hún getur meira
13. janúar 2021 kl. 12:35

Myrkrið er einnig dýrmæt gjöf

“Aðili sem ég elskaði einu sinni gaf mér kassa fullan af myrkri. – En það tók mig mörg ár að skilja að einnig myrkrið var gjöf til mín. – Mary Oliver Ég geri mér grein fyrir því að ástand það sem nú er mun hafa og hefur haft áhrif á mörg heimili landsins og við erum líklega aðeins að sjá byrjunina á því sem koma skal. Mikil sorg er hjá mörgum og áhyggjur af afkomu eru miklar hjá meira
30. desember 2020 kl. 21:22

Breytingar á himni og nýtt tímabil hefst 2021-(Áramótaannáll)

Jæja hvað skal nú segja um árið 2020? Mér finnst einhvernvegin eins og við séum stödd í miðjum fæðingahríðum nýrra tíma og allt það sem gengið hefur á í heiminum þetta árið(og lengur) sé að sýna okkur hvar skortir á þekkingu okkar á eðli lífsins og tilverunnar, og ég tel að okkur sé ætlað að leiðrétta stefnuna sem við höfum verið á.  Ef ég tæki mælikvarðann á venjulegum gangi fæðingar myndi meira
10. desember 2020 kl. 21:49

Ertu í umgengni við andlega aðþrengdan aðila?

Sumir sem við hittum á lífsleiðinni virðist hafa fæðst með tvo eða fleiri persónuleika og þá meina ég að þú sérð varla neitt líkt með þeim karakterum sem þeir sýna í mismunandi aðstæðum, og ég viðurkenni fúslega að ég á svolítið erfitt með að umgangast einstaklinga sem hafa óstöðuga persónuleika eða þessa Jeckyll and Hyde eiginleika.  Myndin sem þessir blessuðu aðilar sýna í hinum meira
9. nóvember 2020 kl. 20:44

Hver heldurðu að vilji þig?

Ég veit ekki með þig en ég hef í gegnum tíðina oft verið minn versti óvinur og líklega talað sjálfa mig meira niður en ég gæti hugsað mér að gera gagnvart öðrum. Ég er sú sem er yfirleitt alltaf góð í að byggja þá upp sem þess þarfnast. Verið til í að náða og gefa færi á mistökum af öllum toga, en öðru máli hefur svo gegnt um sjálfa mig oft á tíðum. Ég vona þó að ég hafi batnað með árunum en meira
29. október 2020 kl. 16:00

10 viskukorn innblásin af Dr. Wayne Dyer

Ég hef alltaf verið afar hrifin af þeirri speki sem Wayne heitinn Dyer boðaði og hef litið á hann sem eina af mínum aðal fyrirmyndum ásamt því að hjarta mitt finnur mikinn samhljóm með hans fræðum. Ég hef þó held ég aldrei skrifað pistil með viskukornunum hans fyrr. Um daginn sat ég þó í flugvél og hlustaði á hann í rúma 2 klukkutíma á Youtube og ákvað þá að ég ætti að leyfa meira
10. október 2020 kl. 13:49

Hvernig karakter viltu vera?

Á enskunni mynda eftirfarandi setningar orðið "WATCH" eða á íslenskunni "FYLGSTU MEÐ" og ég vona að eftirfarandi skýring á þeim orðum verði til þess að þú lesandi góður verðir meðvitaðri um hversu miklu máli þessi 5 atriði skipta upp á vellíðan þína og útkomu í lífinu sjálfu.    Watch your words Watch your actions Watch your thoughts Watch your character Watch your heart   eða meira
11. september 2020 kl. 19:51

Hin eina sanna ást, hvernig er hún?

Sambönd koma og fara og við verðum ástfangin en ástin endist ekki, en þegar við  höfum fundið þá persónu sem er hin eina sanna ást þá trúðu mér - þú munt vita það í hjarta þínu og skynja það í sálu þinni. Það verður til þessi sérstaka tenging eða eining á milli ykkar sem segir ykkur að þið séuð ætluð hvort öðru og þið vitið það eiginlega frá upphafi (Ekki samt rugla þessu samt saman við meira
24. ágúst 2020 kl. 20:31

Hláturinn lengir lífið

Ég uppgötvaði um daginn að líklega hef ég aldrei skrifað pistil sem fjallar eingöngu um jákvæðni eða máttinn sem felst í því að halda hugarfari sínu sem mest þar ásamt því að hlæja dátt oft á dag. Það er yndislegt að vera jákvæður og skemmtilegur alla daga, en ég held að það sé nánast ómögulegt nema að við séum með fulla meðvitund öllum stundum sem við einfaldlega erum ekki og því læðast að okkur meira
5. ágúst 2020 kl. 22:21

Frelsandi að vera óháður útkomum

Eitt það dásamlegasta sem ég hef uppgötvað á minni göngu í lífinu er að læra að sleppa tökunum og vera óháð útkomum í lífinu, leyfa semsagt öllu að hafa sinn gang eða vera eins og því var ætlað að vera eða þróast hverju sinni. Hér áður var ég mjög háð því að setja mér háleit markmið og fannst ég verða að ná þeim, en í dag hef ég fyrir löngu komist að því að lífið tekur mig á hina ýmsu staði sem ég meira
30. júní 2020 kl. 14:31

Ertu einmanna?

Í dag er það þekkt að eitt af okkar aðal samfélagslega meini er einmannaleiki í allskonar myndum og líklega erum við mörg að finna það á eigin skinni í dag hvernig það var að vera einn og einmanna í faraldri þeim sem nú geisar um allan heim. Þessum pistli er þó ekki ætlað að leysa nema kannski að hluta til einmannaleikann sem fylgir hömlum þeim sem gilda í heiminum í dag heldur er honum ætlað að meira
26. maí 2020 kl. 13:03

Ástin og þakklætið eru lyklarnir að kraftaverkum lífsins

Að undanf0rnu hef ég verið að endurlesa og hlusta á það sem vekur gleðina í brjósti mínu og hefur reynst mér best við að koma mér á stað möguleikavíddarinnar kærleikans og gleðinnar, og mig langar að deila með ykkur í dag því sem hefur reynst mér vel til þess.  Við lifum á afar skrítnum tímum og margt sem gengur á í veröldinni og stundum líður okkur ekkert allt of vel með það en ég tel að það meira
15. maí 2020 kl. 11:15

Persónur og leikendur

Í ævintýrunum er það þannig að fólk er ýmist gott eða vont, annað hvort mjög traust eða undirförult, umhyggjusamt eða eigingjarnt og kannski er það einnig þannig í lífinu sjálfu. Ég er líklega eins og Rauðhetta litla sem treysti allt og öllum þar til annað kemur í ljós en þannig vill ég líka hafa það. Ég hef séð fleiri samskipti brotna vegna vantrausts en trausts og hvatningin sem felst í meira
29. apríl 2020 kl. 22:14

Að vaxa til ástar

Góður vinur minn í London sagði við mig um daginn þegar við vorum að tala um lífsins málefni "Why dont we rise in love instead of falling in love" eða í lauslegri þýðingu: "hvers vegna vöxum við ekki upp til ástar í stað þess að falla fyrir henni" og mér fannst þessi setning mjög áhugaverð og hún fékk mig til að hugsa dýpra um okkar skilgreiningar á samböndum. Já hvernig stendur á því að þau orð meira
20. apríl 2020 kl. 11:57

8 leiðir til að takast á við erfiðar tilfinningar og aðstæður

Flest lendum við í áföllum eða á erfiðum stöðum í lífinu og fæst sleppum við alveg við þannig tímabil. Mismunandi er þó hversu mikil áhrif þau hafa á andlega og líkamlega heilsu okkar eftir umfangi þeirra og hversu ógnvekjandi okkur finnast atburðirnir eða aðstæðurnar.  Við getum aldrei ákveðið hversu stórt eða lítið áfallið er hjá hverjum og einum því að það fer algjörlega eftir því hversu meira
31. mars 2020 kl. 17:42

Þessir fordæmalausu tímar

Þessir tímar sem við lifum á hafa tekið okkur út úr asa þeim sem við höfum lifað við og þeir krefjast þess af okkur að við förum inn á við í sjálfsskoðun og hvernig við getum betur lifað lífinu. Þetta er tími til þess að slaka á og anda djúpt inn í aðstæðunum. Skoða innviðina og sjá hvað við finnum þar. Erum við að glata frá okkur einhverju sem skiptir okkur verulegu máli og þá á ég ekki við meira
22. mars 2020 kl. 22:06

Fyrr en varir birtir að nýju

Óttinn þessi skelfilegi óvinur okkar mannanna er við völd þessa dagana og við finnum öll fyrir áhrifum hans á líf okkar, störf og samskipti. Mín hvatning til okkar er að láta þennan óvin ekki stela frá okkur þeim stundum sem við getum átt mitt í þessari óvissu til að gleðjast saman innan leyfilegra takmarkana og vera ekki hrædd við það. Það eru ýmsar leiðir til að hittast rafrænt og símleiðis og meira
6. mars 2020 kl. 12:44

Líður þér vel í samskiptum þínum við fólk eða er meðvirknin að ganga frá þér?

Enn og aftur langar mig að tala um meðvirkni þar sem þetta er landlægt og líklega útbreiddara en veiran sem við flest óttumst í dag. Meðvirkni er sjúklegt ástand sem við þurfum svo sannarlega að huga að skoða og lagfæra ef það er fyrir hendi í lífi okkar og er að hafa áhrif til ills þar.  Að virka vel með öðrum er nauðsynlegt í öllum almennum samskiptum og allt gott um það að segja að við meira
17. febrúar 2020 kl. 21:20

Ó þú sára höfnun

Að finna sig ekki viðurkenndan í samfélaginu eða þeirra sem ættu að elska mann mest sker hjartað á þann hátt sem ekkert annað getur gert. Að finna að við erum ekki nægjanlega góð eða merkileg fyrir þá sem við afhendum hjarta okkar á silfurfati er sárt, og við finnum hvernig hjarta okkar merst við flóðbylgju höfnunarinnar.  Höfnunin getur komið frá hverjum sem er, samfélaginu, vinnustaðnum meira
5. febrúar 2020 kl. 13:34

Ertu meðvirkur í sambandinu þínu?

Ég veit fátt verra en meðvirkni innan parasambanda og kannski í öllum samskiptum manna á milli. Því ákvað ég að setja niður nokkra punkta sem ég hef verið minnt á og hef upplifað sjálf í mínu meðvirknibrölti í gegnum tíðina og ákvað að safna saman nokkrum punktum úr ýmsum áttum sem hjálpuðu mér á sínum tíma við að komast frá þeim stað. Það eru mun fleiri atriði sem hægt væri að tína til, en ég meira
21. janúar 2020 kl. 22:48

Og verðlaunin hljóta...

Að undanförnu hef ég séð allskonar myndbönd frá verðlaunaafhendingum í hinum ýmsu flokkum og allt gott um það að segja, en hér í þessum litla pistli langar mig að nefna þá sem standa fremstir á mínum verðlaunapalli þegar ég lít yfir svið lífsins. Flokkarnir eru eftirfarandi og eru veitt verðlaun fyrir eftirtalin atriði; Að fara framúr rúminu á hverjum degi og halda lífinu áfram eftir meira
10. janúar 2020 kl. 11:41

Nokkur atriði sem einkenna þá sem alast upp án kærleika

Það er sagt að við séum á aðal mótunarskeiði okkar frá fæðingu til 6 - 8 ára aldurs og að skilgreiningar okkar á okkur og umhverfi okkar verði til þar. Í raun getum við talað um að forritun eigi sér stað á þeim tíma og án nokkurrar gagnrýni tökum við inn á þessum árum þær skilgreiningar sem mótaðar eru þar af foreldrum okkar og samfélagi og erum að eiga við þær alla ævina ef ekkert er að gert í meira
31. desember 2019 kl. 11:57

Nýtt ár - nýtt upphaf

„Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka“ eða eins og stóð á jólakortinu sem dóttir mín sendi mér "Glad this fucking year is over, Merry Christmas"  Gæti ekki verið meira sammála því sem þarna stóð hvað þetta ár varðar og er afar glöð að kveðja ár sem hefur einkennst af dansi byrjana, endaloka, lífs og dauða í mínu lífi.  Árið reyndist mér erfitt á meira
16. desember 2019 kl. 15:00

Jólahugleiðing

Á þessum tíma árs fer hugur minn aftur í tímann og ég ylja mér við minningar frá jólum barnsæskunnar og eins þegar ég var sjálf með fjölskyldu sem ég útbjó jólin fyrir. Aldrei hafa þó kviknað jafn margar minningar hjá mér og fyrir þessi jól og bernskan stendur mér ljóslifandi fyrir augum með öllum þeim jóladásemdum sem barnshugurinn upplifði enda eru þetta fyrstu jólin þar sem ég hef hvorki mömmu meira
3. desember 2019 kl. 20:58

Við erum kynslóðin sem klúðraði

Í dag ætla ég að fá að tjá mig aðeins og líklega röfla svolítið eins og mín er von og vísa. Þú þarft ekki að vera sammála mér í þessum efnum en ég held að það væri hollt fyrir okkur að skoða það góða sem gömlu leiðirnar gáfu okkur þrátt fyrir allt. Það er nú bara þannig að á mínum frábæra aldri hef ég uppgötvað margt varðandi lífið sem mig langar að deila með ykkur, og kannski er von mín sú að ég meira
18. nóvember 2019 kl. 16:29

Hefurðu heyrt um froskinn sem breyttist í prins?

Ég sá mynd sem Hugleikur Dagsson hafði teiknað af konu sem stóð yfir manni sem lá í götunni útúrdrukkinn með sprautunálar og flöskur allt í kring um sig, og yfir honum stóð kona í hvítum kirtli sem sagði, "Ég get bjargað honum" Því miður er það þannig að bæði konur og menn eru oft að eiga við manneskjur sem vonlaust er að muni breytast og láti af sinni eyðileggjandi framkomu en einhverra meira
3. nóvember 2019 kl. 15:18

Þegar kvíðinn heltekur okkur

Um daginn fann ég aftur fyrir gamalli tilfinningu sem ég er nú kannski ekki allt of sátt við að finna fyrir, og hún hreinlega lamaði mig um tíma. Ef ég hefði ekki kunnað aðferðirnar sem hægt er að grípa til í þeim aðstæðum þá er hreinlega ekkert víst að ég væri komin á betri stað, og kannski bara verri ef eitthvað væri. Þess vegna ákvað ég að deila með ykkur aðferðum þeim sem ég nota sjálf í meira
21. október 2019 kl. 17:43

Ég segi bara allskonar

Við sleppum víst fæst við það að fá áföll í lífinu þó misjafnt sé hver þau eru og hversu mörg, en eitt er þó víst að ekkert okkar sleppur alveg við þau. Um daginn missti ég mömmu mína eftir nokkurra mánaða hetjubaráttu hennar við alvarleg veikindi. Það var eitt af nokkrum verkefnum sem ég hef fengið til að glíma við á skömmum tíma og líklega einnig það sárasta. Sorgarferli mitt og fjölskyldu meira
24. september 2019 kl. 20:37

Er skilnaður endilega lausnin?

Við sem höfum gengið í gegnum skilnað vitum mörg að lífið verður svo sem ekkert baðað rósum að skilnaði loknum, líklega  í fáum tilvikum rómantísk og rauð ástarsaga sem bíður okkar flestra, en margra bíður hins vegar erfið leið þar sem rósirnar hafa svo sannarlega þyrna og því væri heillaráð að hugsa sig svolítið um áður en tiltölulega heillegum samböndum er kastað á glæ. Ég er ekki að segja meira
5. september 2019 kl. 12:20

Við eigum bara þetta eina líf

Það er staðreynd sem fæst okkar virðast þó stundum gera okkur grein fyrir ef við horfum á hvernig þessu eina lífi er varið í streitu og kapphlaup við eitthvað sem mun á dánarbeði okkar ekki skipta okkur neinu máli.  Dauðir hlutir, steinsteypa, yfirvinna og allt það sem við streðum sem mest við að eignast og hafa skipta okkur litlu þegar á stóru myndina er litið. Ég hef með árunum komist að meira
27. ágúst 2019 kl. 17:19

Menntun hugans og hjarta

Aristotle sagði að það væri til lítils að mennta hugann ef menntun hjartans fylgdi ekki með í kaupunum og það er það sem við þurfum að hafa í huga nú þegar skólastarf hefst að nýju. Heilinn okkar er ótrúlegt verkfæri og getur geymt fáránlega mikið gagnamagn - margt sem hægt er að setja inn á þann harða disk. En ef við kennum börnunum okkar ekki að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum og að meira
14. ágúst 2019 kl. 14:31

12 lífsstílsráð til heilbrigðis

það eru nokkur persónueinkenni sem virðast fylgja þeim sem taldir eru afar heilbrigðir einstaklingar (ef þeir eru til á annað borð til)og það er sama hvar mig ber niður hvað þetta málefni varðar þá koma upp sömu atriði aftur og aftur hjá þeim sérfræðingum sem telja sig geta sagt okkur hvað heilbrigði er, og mig langar að deila nokkrum af þessum atriðum með ykkur ef það gæti orðið til gagns. En hér meira
29. júlí 2019 kl. 14:02

Nú er það sumarblús hinnar einhleypu konu

Sumarið er tíminn söng Bubbi svo fallega hér um árið, og svo sannarlega er þessi árstími yndislegur, bjartur, fagur og elskuverður. Við hinsvegar erum nokkuð mörg sem erum ekki með maka við hlið okkar og finnum okkur sérlega ein oft á þessum árstíma. Það er ekki talað mikið um þetta og líklega eru það færri sem gera sér grein fyrir því hversu einmannalegt sumarið getur verið fyrir okkur, því að meira
8. júlí 2019 kl. 14:42

Hefur útlitið áhrif á lífsgæði okkar?

Við lifum á tímum þar sem útlit hefur mikið að segja um lífsgæði þín og möguleika jafnvel á vinnumarkaði ef við viljum vera heiðarleg, og við gerum ýmislegt til að lúkka vel og fixa það sem þarf að fixa. En sumt er það sem við tölum ógjarnan um varðandi það hvað við gerum til þess að halda okkur nú ungum og ferskum og þar eru fegrunarlækningar einna fremstar í flokki.  Fegrunarlækningar eða meira
5. júní 2019 kl. 12:35

Hvað er að ná árangri?

Þessa dagana eru á samfélagsmiðlum allskonar auglýsingar frá hinum og þessum aðilum um það hvernig við förum að því að ná árangri í lífinu og hvað sé árangur, og ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta allt komið út í svolitlar öfgar. Samkvæmt þessum auglýsingum þá þarft þú að mennta þig endalaust og botnlaust því að þú þarft alltaf að bæta við nýrri og nýrri þekkingu og nýjar aðferðir verða til meira
21. maí 2019 kl. 9:35

Breytingaskeið kvenna

Við konur sem komnar erum á mjög svo virðulegan aldur þekkjum margar hversu margt breytist hjá okkur þegar við förum á þetta svokallað "breytingaskeið kvenna" og ég segi fyrir mig að þetta ferli reyndist mér alveg skelfilega erfitt en sem betur fer er það misjafnt á milli kvenna hversu mörg og erfið einkenni þær fá.. Oft finnst mér gert lítið úr þessu tímabili og því miður er almenn þekking á því meira
12. maí 2019 kl. 13:52

Mamma

Mamma Í dag er Mæðradagurinn og af því tilefni langar mig að skrifa nokkrar línur eða óð um okkur sem berum þennan titil "Mamma". Ég á móður sem gaf mér lífið og fyrir það er ég henni alveg afskaplega þakklát. Ég veit sjálf hversu erfitt móðurhlutverkið er og hversu vanþakklátt það getur einnig verið og skil í raun ekki hvers vegna við leggjum allt þetta erfiði á okkur – en segi af öllu meira
28. apríl 2019 kl. 0:05

Sorgin og gleðin eru systur tvær

Ég eins og flestir upplifi sorgartímabil í mínu lífi. En það er misjafnt hver sorgarefni mín eða okkar allra eru, listinn er langur og missir maka, barns, foreldra, vina eða lífs sem við áttum, vinnu sem við misstum eða hlutverka sem við höfðum í lífinu og svo fr. Á þessum tímabilum lífs okkar finnum við fyrir tilfinningum sem við oft á tíðum skiljum varla til fulls og finnst óraunverulegar. það meira
9. apríl 2019 kl. 14:37

Roseto áhrifin

Um daginn las ég grein eftir Dr, John Day hjartalækni sem heldur úti síðunni https://drjohnday.com. Greinin fjallaði um það hvernig við gætum eignast skothelt hjarta og ég ætla að stelast til að taka aðalatriðin úr þeirri grein og færa þau atriði í minn stíl. Greinin vakti athygli mína einkum fyrir það að vera sammála mínum skoðunum um hversu mikil áhrif okkar samfélagslega gerð hefur á heilsu meira
25. mars 2019 kl. 12:47

Kulnun og átta átta átta aðferðin

Það er mjög vinsælt að tala um kulnun í dag og allskonar aðferðir sem eru nefndar sem leiðir út úr þessu ástandi og tel ég að leiðin út sé í sjálfu sér mjög einföld en ekki endilega auðveld. Þetta er eins og með megrunina, við vitum að við þurfum aðeins að passa fæðuna og hreyfa okkur til að ná árangri en það er ekkert endilega svo auðvelt samt. Til að okkur líði sem best er afar mikilvægt að við meira
13. mars 2019 kl. 16:28

Ég er ekki góður feministi

Ég er ekki góður femínisti - En ekki misskilja mig, ég styð fullkomlega jafnréttisstefnu í launamálum, ráðningamálum, menntamálum og öðrum málum þar sem konur og karlar koma jafnt að hlutunum. Ég hafna líka ofbeldi gegn konum og í raun ofbeldi gegn allt og öllum og krefst virðingar fyrir persónu minni og annarra. En ég er líklega ekki góður femínisti í fullum skilningi þess orðs eins og það meira
28. febrúar 2019 kl. 13:53

Ég hugsa og þess vegna er ég.

Hugurinn er allt segi ég; "Ég hugsa þess vegna er ég" sagði René Descartes hér forðum og ég er mjög svo sammála honum hvað það varðar og er sannfærð um að við höfum meira vald en við stundum höldum með hugsunum okkar(þó að sumum finnist nú nóg um þá framsetningu hefur mér stundum fundist).   Ekkert verður þó til án hugsunar eða hvað? Við verðum fyrir ytra meira
12. febrúar 2019 kl. 13:39

Fæla sterkar konur karlmennina frá sér?

Nú nýverið las ég grein þar sem fram kom að karlar vilja ekki sterkar vel gefnar konur sem maka þrátt fyrir að þeir beri mikla virðingu fyrir þeim alla jafna. Það sannast sem sagt það sem við vinkonurnar höfum stundum verið að gaspra um eða það að karlmenn séu almennt með svo brotið ego að þeir þurfi að vera aðeins yfir konuna í lífi sínu hafnir í stað þess að vera þar á jöfnum grunni(auðvitað meira
28. janúar 2019 kl. 13:02

Við setjum okkur í fangelsi vegna mistaka okkar

Við sjálf erum þau sem berjum okkur mest vegna mistaka okkar á lífsleiðinni og við berum sár okkar með þeim hætti að við erum sífellt að neita okkur um það besta hvað varðar framkomu gagnvart okkur, neitum okkur um verðmæti og velgengni, og setjum okkur jafnvel í ævilangt fangelsi fyrir það eitt að hafa ekki kunnað betur eða vitað betur í aðstæðum lífsins og brugðist þar af leiðandi rangt við. Ég meira
17. janúar 2019 kl. 11:54

Flott þessi stelpa hún Alda Karen

Nú er mikið fjaðrafok yfir ummælum Öldu Karenar sem óheppilega sagði sem svo að það að segja sjálfum sér að maður sé nóg sé vörn gegn sjálfsvígum.  Raddirnar sem fóru af stað við ummæli hennar leiddu hana inn í Kastljós Ríkissjónvarpsins og þar byrjaði nú ballið fyrst. Spyrillinn hafði ekki mikið fyrir því að fela aldursfordóma sína eða álit á "kultfræðunum" sem hann telur líklega að meira
7. janúar 2019 kl. 16:14

Gerum þetta að ári kærleikans

Jæja elskurnar nú erum við komin af stað inn í nýtt ár sem vonandi verður okkur öllum til heilla og hamingju hvar sem við búum og hvað sem við erum að fást við. Svona tímamót eru okkur svo nauðsynleg vegna tækifæranna sem við fáum á því að skapa eitthvað nýtt og betra, taka til í okkar ranni og halda á beinu brautina í þeim skilningi orðsins sem hentar okkur. Að ákveða hvað það er sem við ætlum að meira
21. desember 2018 kl. 11:32

Jóla og áramótapistill 2018

Þetta er búið að vera skrýtið uppgjörsár hjá mér og margt sem hefur farið um kollinn á mér og breyst í hugsun minni þetta tímabil og þó kannski mest síðustu mánuði. Það hafa komið yndislegar og gefandi stundir þetta árið og einnig nokkrar erfiðar, en þó stendur gleðin og samheldni þeirra sem eru í kringum mig uppúr þegar ég horfi um öxl. Byrjum á því að tala um það sem ekki er svo skemmtilegt en meira
10. desember 2018 kl. 15:50

Tengslamyndun

Vissir þú að þegar við fyllumst ótta fara að minnsta kosti 1400 líkamleg einkenni í gang og að þessi eina tilfinning hefur áhrif á a.m.k 30 tegundir hormóna?  Þið getið rétt ímyndað ykkur áhrifin á líkamann og taugakerfið ef við erum að eiga við þessa tilfinningu á daglegum grunni og kunnum ekki eða getum ekki losað okkur við hana. Prófaðu að margfalda þessa tilfinningu 1400 x 365 eða 511.000 meira
30. nóvember 2018 kl. 10:44

Ég á engin orð!

Ég hef oft velt því fyrir mér á síðasta áratug hvers vegna karlmenn virðast margir hverjir vera haldnir ótrúlega andstyggilegri kvenfyrirlitningu og hatri. Það er með ólíkindum hvernig menn, giftir jafnt sem ógiftir voga sér að skrifa, tala eða koma fram við konur eins og þær séu kynlífstæki til notkunar og án tilfinninga og siðferðis eða eins og nýjustu dæmin sýna af okkar háttvirta alþingi þessa meira
19. nóvember 2018 kl. 21:38

Er þetta raunveruleg ást ?

Í einhverskonar framhaldi af pistli sem ég skrifaði um daginn langar mig að taka fyrir nokkur atriði úr bókinni The Secret of overcoming emotional abuse eftir PhD.Albert Ellis og Marcia Grad Powers þar sem fjallað er um muninn á heilbrigðum samböndum versus óheilbrigðum samböndum og ætla ég að vitna að hluta til í þá bók í þessum pistli mínum. Munurinn á heilbrigðu sambandi versus óheilbrigðu meira
Linda Sigríður Baldvinsdóttir

Linda Sigríður Baldvinsdóttir

Samskipta og lífs-markþjálfi (life Coach) Undanfarin ár hef ég unnið við hvatningu og ráðgjöf, haldið fyrirlestra og námskeið ásamt því að skrifa bækur. Hægt er að hafa samband við mig í tölvupósti, linda@manngildi.is

Meira